„Frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 21:38 Jóhann Berg Guðmundsson í góðra manna hópi í leik kvöldsins. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson var léttur í bragði eftir sigur 1-0 Íslands gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann segir svona frammistöðu geta skilað Íslandi aftur á stórmót. „Frábær frammistaða hjá okkur, nákvæmlega það sem við vildum. Vissum auðvitað að þeir yrðu mikið með boltann, með frábæra leikmenn en við erum að byggja eitthvað hérna. Gríðarlega svekkjandi [að hafa ekki komist á EM] en með svona frammistöðu erum við að fara ennþá nær því að komast á stórmót. Frábær byrjun að koma á Wembley og vinna,“ sagði Jóhann eftir leik í samtali við Val Pál Eiríksson. Leikur kvöldsins var auðvitað bara æfingaleikur en engu að síður geta svona úrslit og frammistöður fleytt liðinu langt. „Við gleymum því ekki að þetta er æfingaleikur. Við þurfum að taka þessa frammistöðu inn í keppnisleikina. Við sýndum það í dag að við getum spilað frábæran fótbolta og varist gríðarlega vel líka. Það er nákvæmlega það sem við þurfum að gera.“ Þetta eru tveir leikir sem Jóhann hefur spilað við England á sínum ferli. Hann hefur unnið þá báða en bjóst alls ekki við því. „Nei alls ekki. Algjörlega frábært. Draumur okkar allra að spila á móti Englandi á velli eins og Wembley. Að koma hingað og vinna er auðvitað mjög sætt. Tveir leikir og tveir sigrar á móti þeim, það er ekki svo slæmt.“ Jóhann hefur leikið á Englandi mest allan sinn ferill og kallar landið sitt annað heimili. Strax eftir leik fóru skilaboð að berast frá fyrrum liðsfélögum hans í Burnley. „Það er auðvitað byrjað og þeir samgleðjast mér mikið. Mikið af ensku fólki sem sendi mér skilaboð. Það er frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið.“ Klippa: Jóhann Berg eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt við Jóhann má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
„Frábær frammistaða hjá okkur, nákvæmlega það sem við vildum. Vissum auðvitað að þeir yrðu mikið með boltann, með frábæra leikmenn en við erum að byggja eitthvað hérna. Gríðarlega svekkjandi [að hafa ekki komist á EM] en með svona frammistöðu erum við að fara ennþá nær því að komast á stórmót. Frábær byrjun að koma á Wembley og vinna,“ sagði Jóhann eftir leik í samtali við Val Pál Eiríksson. Leikur kvöldsins var auðvitað bara æfingaleikur en engu að síður geta svona úrslit og frammistöður fleytt liðinu langt. „Við gleymum því ekki að þetta er æfingaleikur. Við þurfum að taka þessa frammistöðu inn í keppnisleikina. Við sýndum það í dag að við getum spilað frábæran fótbolta og varist gríðarlega vel líka. Það er nákvæmlega það sem við þurfum að gera.“ Þetta eru tveir leikir sem Jóhann hefur spilað við England á sínum ferli. Hann hefur unnið þá báða en bjóst alls ekki við því. „Nei alls ekki. Algjörlega frábært. Draumur okkar allra að spila á móti Englandi á velli eins og Wembley. Að koma hingað og vinna er auðvitað mjög sætt. Tveir leikir og tveir sigrar á móti þeim, það er ekki svo slæmt.“ Jóhann hefur leikið á Englandi mest allan sinn ferill og kallar landið sitt annað heimili. Strax eftir leik fóru skilaboð að berast frá fyrrum liðsfélögum hans í Burnley. „Það er auðvitað byrjað og þeir samgleðjast mér mikið. Mikið af ensku fólki sem sendi mér skilaboð. Það er frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið.“ Klippa: Jóhann Berg eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt við Jóhann má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira