Handbolti

Barcelona Evrópu­meistari eftir nagl­bít

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dika Mem skoraði sjö mörk fyrir Barcelona í dag.
Dika Mem skoraði sjö mörk fyrir Barcelona í dag. Christof Koepsel/Getty Images

Barcelona tryggði sér í dag sigur í Meistaradeild Evrópu í handbolta er liðið lagði Álaborg í úrslitum 31-30.

Barclona er sigursælasta lið keppninnar frá upphafi og hafði unnið hana ellefu sinnum fyrir leik dagsins. Álaborg var hins vegar í leit að sínum fyrsta sigri í keppninni.

Það var þó ekki að sjá að nokkur munur væri á liðunum. Börsungar náðu þriggja marka forskoti í stöðunni 5-2, en munurinn varð alrei meiri en þrjú mörk. Staðan í hálfleik var jöfn, 15-15, og allt undir í síðari hálfleik.

Það sama var uppi á teningnum þar. Liðin skiptust á að skora, en þrátt fyrir jafnan leik tókst danska liðinu aldrei að ná forystunni. Það voru því að lokum Börsungar sem fögnuðu naumum eins marks sigri, 31-30, og þeirra tólfta Evrópumeistaratitli í leiðinni.

Melvyn Richardson var markahæstur í liði Barcelona með átta mörk, en þar á eftir kom Dika Mem með sjö. Mikkel Hansen, sem var að taka þátt í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar í áttunda sinn, var markahæstur í liði Álaborgar með átta mörk. Þetta var hans síðast leikur með félagsliði á ferlinum, en þrátt fyrir þessar átta ferðir í úrslitahelgina hefur honum aldrei tekist að vinna keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×