Enski boltinn

Reynir aftur að fá Bale til Wrexham: „Hann má spila golf hve­nær sem er“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gareth Bale og Roc McElhenney eru golffélagar en mismiklir fótboltaunnendur.
Gareth Bale og Roc McElhenney eru golffélagar en mismiklir fótboltaunnendur. getty / fotojet

Rob McElhenney, eigandi velska félagsins Wrexham, hefur ekki gefið upp von um að Gareth Bale muni spila aftur fótbolta.

Bale hætti í fótbolta í janúar 2023 eftir lítinn spiltíma árin á undan vegna ítrekaðra meiðsla. Hann hafði þann orðstír á sér undir lokin að hafa lítinn áhuga á fótbolta og vilja frekar spila golf.

„Ég bauð honum samning á síðasta ári og tilboðið stendur. Hann má spila golf hvenær sem er. Bara svo lengi sem hann mætir á æfingar og þá getum við fundið pláss fyrir hann í liðinu,“ sagði McElhenney í samtali við The Athletic.

Wrexham hefur unnið sig upp neðri deildir Englands og mun á næsta tímabili leika í League One, þriðju efstu deild. Félagið er staðsett í Wales, heimalandi Bale. Hann lagði skóna á hilluna eftir HM 2022 í Katar þar sem Wales komst ekki áfram upp úr riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×