McGregor þaggar niður í orðrómi Aron Guðmundsson skrifar 10. júní 2024 11:30 McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra í Las Vegas þann 29.júní næstkomandi Vísir/Getty Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor hefur gert sitt í því að þagga niður í orðrómi þess efnis að hann muni ekki snúa aftur í bardagabúrið þann 29.júní næstkomandi gegn Michael Chandler. Írinn birti tíu myndbönd á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem má sjá hann æfa af krafti fyrir komandi bardaga. Orðrómur þess efnis að McGregor væri mögulega meiddur og að ekkert myndi verða af bardaga hans við Bandaríkjamanninn Michael Chandler spruttu upp þegar að blaðamannafundi kappanna í Dyflinni var aflýst á elleftu stundu. Bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu en hann markar endurkomu McGregor, sem er og hefur verið stærsta nafnið í heimi bardagaíþrótta undanfarinn áratug eða svo, í búrið. McGregor hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er óútreiknanlegur. Þá hefur frægð hans og frami oft á tíðum stigið honum til höfuðs. Því var það ekki óeðlilegt að orðrómar, þess efnis að ekkert yrði af bardaganum, færu á kreik. McGregor er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og í þokkabót er hann að snúa aftur í bardagabúrið eftir að hafa fótbrotnað í síðasta bardaga sínum og hefði ekki verið óvenjulegt ef bakslag hefði gert vart um sig í endurkomunni. Írinn gerir hins vegar sitt í því að þagga niður í öllum orðrómi með téðum myndböndum sem hann birti á samfélagsmiðlum. Þau sýna hann meðal annars fara ansi illa með æfingafélaga sinn í búrinu og virðist McGregor vera á réttri leið í undirbúningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) UFC 303 bardagakvöldið í T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Orðrómur þess efnis að McGregor væri mögulega meiddur og að ekkert myndi verða af bardaga hans við Bandaríkjamanninn Michael Chandler spruttu upp þegar að blaðamannafundi kappanna í Dyflinni var aflýst á elleftu stundu. Bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu en hann markar endurkomu McGregor, sem er og hefur verið stærsta nafnið í heimi bardagaíþrótta undanfarinn áratug eða svo, í búrið. McGregor hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er óútreiknanlegur. Þá hefur frægð hans og frami oft á tíðum stigið honum til höfuðs. Því var það ekki óeðlilegt að orðrómar, þess efnis að ekkert yrði af bardaganum, færu á kreik. McGregor er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og í þokkabót er hann að snúa aftur í bardagabúrið eftir að hafa fótbrotnað í síðasta bardaga sínum og hefði ekki verið óvenjulegt ef bakslag hefði gert vart um sig í endurkomunni. Írinn gerir hins vegar sitt í því að þagga niður í öllum orðrómi með téðum myndböndum sem hann birti á samfélagsmiðlum. Þau sýna hann meðal annars fara ansi illa með æfingafélaga sinn í búrinu og virðist McGregor vera á réttri leið í undirbúningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) UFC 303 bardagakvöldið í T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira