Stjórnvöld ætla að auka við mannúðarstuðning á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júní 2024 17:45 Þórdís Kolbrún er utanríkisráðherra. Hún segir stjórnvöld beita sér eins og þau geta fyrir Gasa. Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld ætla að auka við mannúðarstuðning á Gasa. Utanríkisráðherra segir þó liggja á að tryggja að slík aðstoð berist til fólksins á Gasa en hjálparstofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum hefur verið nánast ómögulegt að koma hjálpargögnum inn á svæðið síðustu mánuði. Hún segir stjórnvöld hafa talað skýrt um að þau telji alþjóðalögum ekki fylgt og kallað eftir tafarlausu vopnahléi. „Við höfum margoft komið því á framfæri með mjög skýrum hætti að alþjóðalögum fylgi ekki eingöngu heilög réttindi heldur sömuleiðis heilagar skyldur og það sé aldrei hægt að réttlæta brot á alþjóðalögum algerlega óháð því í hvaða aðstæðum ríki eða hópar eru. Við höfum margoft kallað eftir tafarlausu vopnahléi á öllum þeim stöðum þar sem við getum gert það og við höfum unnið á alþjóðavettvangi og við hvert tækifæri nýtt rödd okkar,“ sagði Þórdís Kolbrún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Þar spurði þingmaður viðreisnar, Sigmar Guðmundsson, af hverju rödd íslenskra stjórnvalda heyrist ekki hærra, af hverju málflutningur ráðherra væri ekki afdráttarlausari og hvort ráðherra styðji tillögu Viðreisnar um viðbrögð stjórnvalda. Sigma Guðmundsson spurði utanríkisráðherra út í aðgerðir stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa á þingi í dag.Vísir/Arnar „Hryllingurinn á Gasa eykst með hverjum deginum sem líður. Öllum ætti að vera orðið ljóst að árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara, flóttamannabúðir, blaðamenn, hjálparstarfsmenn og mikilvæga innviði eru langt fyrir utan viðurkenndan rétt til sjálfsvarnar. Það er mikið umhugsunarefni fyrir okkur öll hvað alþjóðasamfélagið er máttlaust gagnvart stöðunni,“ sagði Sigmar á þingi í dag. Þórdís Kolbrún sagði að stjórnvöld væru í raun búin að bregðast við eins og lagt er til í tillögu Viðreisnar en þar er lagt að Alþingi feli utanríkisráðherra að fordæma tafarlaust þau mannréttindabrot sem framin hafa verið á Gasa sem og að kallað verði eftir vopnahléi á svæðinu. Þá er lagt til að Alþingi álykti að fela forsætis- og utanríkisráðherra að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að dráp á almennum borgurum verði stöðvuð, að gíslum verði sleppt tafarlaust og án skilyrða og að mannúðaraðstoð á Gasa verði aukin. „Það er aldrei hægt að réttlæta það að svelta börn og fólk, almenna borgara, inni á svæðum, alveg sama hvað gengur á. Það er það sem við sjáum merki um að sé að gerast. Það mun ég alltaf fordæma,“ sagði Þórdís Kolbrún. Geti talað hærra Sigmar svaraði henni og sagði stjórnvöld geta talað hærra og með skýrari hætti. Það hafi verið gert hvað varðar Úkraínu og það sé hægt að gera það um Gasa líka. „Ég sakna þess svolítið að það sé ekki sami þungi þegar við tölum um ástandið á Gasa vegna þess að mannfallið þar er auðvitað óskaplegt,“ sagði Sigmar. Þórdís Kolbrún sagði stjórnvöld hafa talað fyrir ákveðnum atriðum en það sem gerði stöðuna flóknari væri sú staðreynd að Ísland eigi ekki í samtali við Hamas og hafi því engar leiðir til að þrýsta á um vopnahlé eða lausn gísla og framfylgd mannúðarlaga þeim megin, nema á alþjóðavettvangi. „Við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri, bæði með sérstökum samtölum og sömuleiðis auðvitað með okkar atkvæðagreiðslum, atkvæðaskýringum, yfirlýsingum og öðrum þáttum,“ sagði Þórdís Kolbrún að lokum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Tengdar fréttir Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58 Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
„Við höfum margoft komið því á framfæri með mjög skýrum hætti að alþjóðalögum fylgi ekki eingöngu heilög réttindi heldur sömuleiðis heilagar skyldur og það sé aldrei hægt að réttlæta brot á alþjóðalögum algerlega óháð því í hvaða aðstæðum ríki eða hópar eru. Við höfum margoft kallað eftir tafarlausu vopnahléi á öllum þeim stöðum þar sem við getum gert það og við höfum unnið á alþjóðavettvangi og við hvert tækifæri nýtt rödd okkar,“ sagði Þórdís Kolbrún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Þar spurði þingmaður viðreisnar, Sigmar Guðmundsson, af hverju rödd íslenskra stjórnvalda heyrist ekki hærra, af hverju málflutningur ráðherra væri ekki afdráttarlausari og hvort ráðherra styðji tillögu Viðreisnar um viðbrögð stjórnvalda. Sigma Guðmundsson spurði utanríkisráðherra út í aðgerðir stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa á þingi í dag.Vísir/Arnar „Hryllingurinn á Gasa eykst með hverjum deginum sem líður. Öllum ætti að vera orðið ljóst að árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara, flóttamannabúðir, blaðamenn, hjálparstarfsmenn og mikilvæga innviði eru langt fyrir utan viðurkenndan rétt til sjálfsvarnar. Það er mikið umhugsunarefni fyrir okkur öll hvað alþjóðasamfélagið er máttlaust gagnvart stöðunni,“ sagði Sigmar á þingi í dag. Þórdís Kolbrún sagði að stjórnvöld væru í raun búin að bregðast við eins og lagt er til í tillögu Viðreisnar en þar er lagt að Alþingi feli utanríkisráðherra að fordæma tafarlaust þau mannréttindabrot sem framin hafa verið á Gasa sem og að kallað verði eftir vopnahléi á svæðinu. Þá er lagt til að Alþingi álykti að fela forsætis- og utanríkisráðherra að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að dráp á almennum borgurum verði stöðvuð, að gíslum verði sleppt tafarlaust og án skilyrða og að mannúðaraðstoð á Gasa verði aukin. „Það er aldrei hægt að réttlæta það að svelta börn og fólk, almenna borgara, inni á svæðum, alveg sama hvað gengur á. Það er það sem við sjáum merki um að sé að gerast. Það mun ég alltaf fordæma,“ sagði Þórdís Kolbrún. Geti talað hærra Sigmar svaraði henni og sagði stjórnvöld geta talað hærra og með skýrari hætti. Það hafi verið gert hvað varðar Úkraínu og það sé hægt að gera það um Gasa líka. „Ég sakna þess svolítið að það sé ekki sami þungi þegar við tölum um ástandið á Gasa vegna þess að mannfallið þar er auðvitað óskaplegt,“ sagði Sigmar. Þórdís Kolbrún sagði stjórnvöld hafa talað fyrir ákveðnum atriðum en það sem gerði stöðuna flóknari væri sú staðreynd að Ísland eigi ekki í samtali við Hamas og hafi því engar leiðir til að þrýsta á um vopnahlé eða lausn gísla og framfylgd mannúðarlaga þeim megin, nema á alþjóðavettvangi. „Við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri, bæði með sérstökum samtölum og sömuleiðis auðvitað með okkar atkvæðagreiðslum, atkvæðaskýringum, yfirlýsingum og öðrum þáttum,“ sagði Þórdís Kolbrún að lokum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Tengdar fréttir Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58 Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. 8. júní 2024 16:58
Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00