Skelltu þér í sólina í sumar Úrval Útsýn 11. júní 2024 12:02 Í sólarleysi síðustu vikna hefur hugur margra Íslendinga leitað til sólarinnar. Nú er tilvalið að panta spennandi sólarlandaferð með Úrval Útsýn, hvort sem ætlunin er að njóta fallegra stranda, góðra veitingastaða eða afþreyingar og útivistar í hæsta gæðaflokki. Þetta sumarið býður Úrval Útsýn upp á marga spennandi áfangastaði í sólina. Hvort sem ætlunin er að slaka á, hreyfa sig, skemmta sér eða njóta matar og menningar, þá eru valkostirnir margir. Sólin hefur lítið látið sjá sig á suðvestur horni landsins þótt síðustu dagar hafi vissuleg bætt aðeins úr því. „Við finnum fyrir því að landsmenn eru orðnir þreyttir á sólarleysinu og þá er auðvitað tilvalið að panta ferð í sólina enda bjóðum við upp á fjölmarga spennandi kosti þetta sumarið eins og fyrri ár,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar. Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Úrvals Útsýnar. Þótt sólarlandaferðir séu alltaf vinsælar hjá Íslendingum býður Úrval Útsýn líka upp á skemmtilegar borgarferðir, spennandi golfferðir og fjölbreyttar sérferðir. „Starfsfólk okkar getur bókað flug hvert sem er og því hvet ég fólk til að hafa samband. Við finnum frábæra lausn af góðu fríi fyrir ykkur.“ Töfrar Veróna og Gardavatns Úrval Útsýn býður upp á beint flug til ítölsku borgarinnar Veróna sem þykir ein fallegasta borg Evrópu. Það er tilvalið að skreppa í stutta helgarferð frá föstudegi til sunnudagskvölds og drekka í sig ítalska menningu og matargerð í borginni og næsta nágrenni. Næstu helgi, 14.-16. júní, er boðið upp á fyrsta sumarflugið til Veróna á einstöku tilboði, flug báðar leiðir á aðeins 29.900 kr. Veróna býr yfir mikilli sögu, ótal torgum og fallegum götum, miklu úrvali verslana, fallegum kirkjum og að sjálfsögðu fjölda veitingastaða og kaffihúsa. Það verður enginn svikinn af heimsókn til Veróna. Í um 35 km fjarlægð frá Veróna liggur Gardavatn í skjóli Alpanna í norðri. Staðurinn er frægur fyrir mikla náttúrufegurð og há fjöll sem umlykja vatnið og einnig fyrir vínframleiðslu. Það verður enginn ósnortinn af fegurð Gardavatnsins og rómantískum gönguleiðum með fram því. Allt um kring eru fallegir smábæir, hafnir og fallegar strendur við vatnsbakkann. Fjölskyldu- og skemmtigarðurinn Gardalandia liggur við vatnið og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Auk þess býður svæðið upp á mikla útivistamöguleik, hvort sem það eru vatnsíþróttir, hjólreiðar eða göngutúrar. Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Kynntur þér Veróna og Gardavatn betur hér. Almería er rómuð fyrir sólríkar strendur og ekta spænska menningu Almería er falleg borg sem er staðsett á suður Spáni. Henni er oft lýst sem drauma áfangastað fjölskyldunnar enda er borgin rómuð fyrir sólríkar strendur, náttúrufegurð, ekta spænska menningu, úrval verslana og fjölbreytta afþreyingu fyrir fjölskylduna. Í kringum Almeríu er auk þess fjöldi lítilla þorpa sem hvert og eitt hefur sitt einkenni og sjarma. Nokkrir skemmtigarðar eru í næsta nágrenni, úrval verslana og fjölbreytt afþreying er í boði þegar kemur að hreyfingu. Ekki skemmir heldur fyrir afar hagstætt verðlag og gott úrval af glæsilegra gististaða. Kynntu þér Almeríu betur hér. Benidorm er svo miklu meira næturlíf og fjörugt strandlíf Benidorm hefur verið vinsæll viðkomustaður Íslendinga í áratugi enda sameinar borgin fjörugt strandlíf og víðfrægt næturlíf. Benidorm býður þó upp á margt fleira en fallegar strendur. Stutt er upp í fjallshlíðarnar þar sem finna má skemmtileg lítil þorp sem gaman er að heimsækja. Fjölskyldu- og skemmtigarðurinn Terra Mitica er í næsta nágrenni þar sem finna má fjöldann allan af leiktækjum og glæsilegum veitingastöðum. Vatnsskemmtigarðurinn Aqualandia er frábær viðkomustaður fyrir alla fjölskylduna og Mundomar er sædýragarður með höfrunga- og sæljónasýningum. Kynntu þér Benidorm betur hér. Vinalegur og friðsæll bær með notalegri stemningu Helsta aðdráttarafl bæjarins Albír er einstakt og sólríkt andrúmsloft sem laðar til sín fólk sem helst vill eiga friðsæla daga í sumarfríinu. Bærinn stendur við Costa Blanca ströndina í 50 km fjarlægð frá Alicante og skammt frá Benidorm. Skammt frá Albir má finna fjölskyldu- og skemmtigarðinn Terra Mitica sem býður upp á fjölda leiktækja og góðra veitingastaða. Í næsta nágrenni er svo Aqualandia sem er stór skemmtilegur vatnsskemmtigarður og Mundomar sem er sædýragarður. Í nágrenni er listamannabærinn Altea sem liggur frá sjónum upp í hlíðarnar. Þar hafa margir listamenn komið sér fyrir undanfarin ár og gera má góð kaup á ýmsum listaverkum. Kynntu þér Albír betur hér. Perla Costa Blanca strandarinnar svíkur engan Bærinn Calpe, sem oft er kallaður perla Costa Blanca strandarinnar, iðar af lífi enda á hann sér langa og merkilega sögu sem speglast í fallegum mannvirkjum og fjölbreyttri menningu. Svæðið er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante borginni og er þekkt fyrir hvítan sand og túrkís bláan sjó. Calpe er þekktur fyrir góða veitingastaði sem margir sérhæfa sig í sjávarfangi. Yfir bænum trónir svo Penón de Ifach kletturinn sem býður upp á frábærar gönguleiðir og stórkostlegt útsýni yfir hafið og nágrenni bæjarins. Kynntu þér Calpe betur hér. Alicante er heillandi borg í hjarta Costa Blanca héraðsins Borgin Alicante er gullfalleg gömul spænsk borg með heillandi miðbæ og iðandi mannlíf. Hún er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins og er stútfull af spennandi sögu, ríkri matar- og vínmenningu, skínandi sól og heillandi menningu. Í borginni er að finna mörg skemmtileg og áhugaverð söfn, sögulegar minjar og skemmtilega markaði að hætti innfæddra. Alicante borg býður líka upp fjörugt næturlíf fyrir skemmtanaþyrsta ferðalanga og margar þekktar verslanir. Um 7 km löng strönd liggur við borgina og eru hótelin okkar öll staðsett nálægt henni. Það má því segja að ferð til Alicante borgar sameini því sólar- og borgarferð sem inniheldur strandlíf og slökun ásamt því að njóta alls þess er borgin hefur upp á að bjóða. Kynntu þér Alicante betur hér. Tenerife er frábær valkostur allt árið Íslendingar hafa heimsótt Tenerife í áratugi og ekkert lát virðist vera á vinsældum eyjunnar. Lengi vel var Tenerife eftirsótt hjá eldra fólki yfir vetrartímann en undanfarin ár hefur ungt fólk og fjölskyldufólk flykkst þangað í æ ríkari mæli allt árið um kring. Tenerife er helst þekkt fyrir einstaka veðursæld, hreinar strendur og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Þar má m.a. finna Siam Park sem er flottasti vatnsrennibrautagarður heims og hinn stórglæsilega dýragarð Loro Parque. Á suðurhluta Tenerife skín sólin nánast alla daga ársins og þar býður Úrval Útsýn upp á gistingu á Playa de las Américas, Los Cristianos og Costa Adeje. Allir þessir staðir hafa sinn sjarma og sitt einstaka andrúmsloft. Norðurhluti eyjunnar býður upp á ögn rólegri stemningu. Þar má nefna borgina Puerto de la Cruz sem einmitt hýsir dýragarðinn Loro Parque og höfuðborgina Santa Cruzen hún er þakin fallegum görðum, flottum verslunargötum og býður upp á alla þá kosti sem stórar heimsborgir státa af. Kynntu þér Tenerife betur hér. Milt loftslag, fjölbreytt landslag og dásamleg matarmenning Sólin skín flesta daga ársins á grísku eyjunni Krít en hægur andvari af hafi mildar loftslagið svo það er eitt það eftirsóknarverðasta í Evrópu. Eyjan státar mjög fjölbreyttu landslagi, iðandi borgarlífi, háum fjöllum með snævi þöktum toppum, gullfallegum ströndum og eyðivíkum og dásamlegri matarmenningu sem inniheldur m.a. ferskan fisk og kjöt, grænmeti með hágæða ólífuolíu, góð vín og osta sem bráðna í munni. Úrval Útsýn býður upp á mjög áhugaverðar skoðunarferðin um eyjuna og næsta nágrenni. Nægir þar að nefna gönguferð um Samaria gljúfrið sem er ómissandi upplifun en um er að ræða lengsta gljúfur í Evrópu, tæpir 17 km að lengd. Enginn ætti heldur að missa af einstakri ævintýrasiglingu til eyjarinnar Santorini sem lengi hefur verið talin ein myndrænasta eyja Grikklands. Kynntu þér Krít betur hér. Nánari upplýsingar má finna á vef Úrvals Útsýnar. Sólin Ferðalög Fjölskyldumál Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Sólin hefur lítið látið sjá sig á suðvestur horni landsins þótt síðustu dagar hafi vissuleg bætt aðeins úr því. „Við finnum fyrir því að landsmenn eru orðnir þreyttir á sólarleysinu og þá er auðvitað tilvalið að panta ferð í sólina enda bjóðum við upp á fjölmarga spennandi kosti þetta sumarið eins og fyrri ár,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar. Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Úrvals Útsýnar. Þótt sólarlandaferðir séu alltaf vinsælar hjá Íslendingum býður Úrval Útsýn líka upp á skemmtilegar borgarferðir, spennandi golfferðir og fjölbreyttar sérferðir. „Starfsfólk okkar getur bókað flug hvert sem er og því hvet ég fólk til að hafa samband. Við finnum frábæra lausn af góðu fríi fyrir ykkur.“ Töfrar Veróna og Gardavatns Úrval Útsýn býður upp á beint flug til ítölsku borgarinnar Veróna sem þykir ein fallegasta borg Evrópu. Það er tilvalið að skreppa í stutta helgarferð frá föstudegi til sunnudagskvölds og drekka í sig ítalska menningu og matargerð í borginni og næsta nágrenni. Næstu helgi, 14.-16. júní, er boðið upp á fyrsta sumarflugið til Veróna á einstöku tilboði, flug báðar leiðir á aðeins 29.900 kr. Veróna býr yfir mikilli sögu, ótal torgum og fallegum götum, miklu úrvali verslana, fallegum kirkjum og að sjálfsögðu fjölda veitingastaða og kaffihúsa. Það verður enginn svikinn af heimsókn til Veróna. Í um 35 km fjarlægð frá Veróna liggur Gardavatn í skjóli Alpanna í norðri. Staðurinn er frægur fyrir mikla náttúrufegurð og há fjöll sem umlykja vatnið og einnig fyrir vínframleiðslu. Það verður enginn ósnortinn af fegurð Gardavatnsins og rómantískum gönguleiðum með fram því. Allt um kring eru fallegir smábæir, hafnir og fallegar strendur við vatnsbakkann. Fjölskyldu- og skemmtigarðurinn Gardalandia liggur við vatnið og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Auk þess býður svæðið upp á mikla útivistamöguleik, hvort sem það eru vatnsíþróttir, hjólreiðar eða göngutúrar. Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Kynntur þér Veróna og Gardavatn betur hér. Almería er rómuð fyrir sólríkar strendur og ekta spænska menningu Almería er falleg borg sem er staðsett á suður Spáni. Henni er oft lýst sem drauma áfangastað fjölskyldunnar enda er borgin rómuð fyrir sólríkar strendur, náttúrufegurð, ekta spænska menningu, úrval verslana og fjölbreytta afþreyingu fyrir fjölskylduna. Í kringum Almeríu er auk þess fjöldi lítilla þorpa sem hvert og eitt hefur sitt einkenni og sjarma. Nokkrir skemmtigarðar eru í næsta nágrenni, úrval verslana og fjölbreytt afþreying er í boði þegar kemur að hreyfingu. Ekki skemmir heldur fyrir afar hagstætt verðlag og gott úrval af glæsilegra gististaða. Kynntu þér Almeríu betur hér. Benidorm er svo miklu meira næturlíf og fjörugt strandlíf Benidorm hefur verið vinsæll viðkomustaður Íslendinga í áratugi enda sameinar borgin fjörugt strandlíf og víðfrægt næturlíf. Benidorm býður þó upp á margt fleira en fallegar strendur. Stutt er upp í fjallshlíðarnar þar sem finna má skemmtileg lítil þorp sem gaman er að heimsækja. Fjölskyldu- og skemmtigarðurinn Terra Mitica er í næsta nágrenni þar sem finna má fjöldann allan af leiktækjum og glæsilegum veitingastöðum. Vatnsskemmtigarðurinn Aqualandia er frábær viðkomustaður fyrir alla fjölskylduna og Mundomar er sædýragarður með höfrunga- og sæljónasýningum. Kynntu þér Benidorm betur hér. Vinalegur og friðsæll bær með notalegri stemningu Helsta aðdráttarafl bæjarins Albír er einstakt og sólríkt andrúmsloft sem laðar til sín fólk sem helst vill eiga friðsæla daga í sumarfríinu. Bærinn stendur við Costa Blanca ströndina í 50 km fjarlægð frá Alicante og skammt frá Benidorm. Skammt frá Albir má finna fjölskyldu- og skemmtigarðinn Terra Mitica sem býður upp á fjölda leiktækja og góðra veitingastaða. Í næsta nágrenni er svo Aqualandia sem er stór skemmtilegur vatnsskemmtigarður og Mundomar sem er sædýragarður. Í nágrenni er listamannabærinn Altea sem liggur frá sjónum upp í hlíðarnar. Þar hafa margir listamenn komið sér fyrir undanfarin ár og gera má góð kaup á ýmsum listaverkum. Kynntu þér Albír betur hér. Perla Costa Blanca strandarinnar svíkur engan Bærinn Calpe, sem oft er kallaður perla Costa Blanca strandarinnar, iðar af lífi enda á hann sér langa og merkilega sögu sem speglast í fallegum mannvirkjum og fjölbreyttri menningu. Svæðið er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante borginni og er þekkt fyrir hvítan sand og túrkís bláan sjó. Calpe er þekktur fyrir góða veitingastaði sem margir sérhæfa sig í sjávarfangi. Yfir bænum trónir svo Penón de Ifach kletturinn sem býður upp á frábærar gönguleiðir og stórkostlegt útsýni yfir hafið og nágrenni bæjarins. Kynntu þér Calpe betur hér. Alicante er heillandi borg í hjarta Costa Blanca héraðsins Borgin Alicante er gullfalleg gömul spænsk borg með heillandi miðbæ og iðandi mannlíf. Hún er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins og er stútfull af spennandi sögu, ríkri matar- og vínmenningu, skínandi sól og heillandi menningu. Í borginni er að finna mörg skemmtileg og áhugaverð söfn, sögulegar minjar og skemmtilega markaði að hætti innfæddra. Alicante borg býður líka upp fjörugt næturlíf fyrir skemmtanaþyrsta ferðalanga og margar þekktar verslanir. Um 7 km löng strönd liggur við borgina og eru hótelin okkar öll staðsett nálægt henni. Það má því segja að ferð til Alicante borgar sameini því sólar- og borgarferð sem inniheldur strandlíf og slökun ásamt því að njóta alls þess er borgin hefur upp á að bjóða. Kynntu þér Alicante betur hér. Tenerife er frábær valkostur allt árið Íslendingar hafa heimsótt Tenerife í áratugi og ekkert lát virðist vera á vinsældum eyjunnar. Lengi vel var Tenerife eftirsótt hjá eldra fólki yfir vetrartímann en undanfarin ár hefur ungt fólk og fjölskyldufólk flykkst þangað í æ ríkari mæli allt árið um kring. Tenerife er helst þekkt fyrir einstaka veðursæld, hreinar strendur og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Þar má m.a. finna Siam Park sem er flottasti vatnsrennibrautagarður heims og hinn stórglæsilega dýragarð Loro Parque. Á suðurhluta Tenerife skín sólin nánast alla daga ársins og þar býður Úrval Útsýn upp á gistingu á Playa de las Américas, Los Cristianos og Costa Adeje. Allir þessir staðir hafa sinn sjarma og sitt einstaka andrúmsloft. Norðurhluti eyjunnar býður upp á ögn rólegri stemningu. Þar má nefna borgina Puerto de la Cruz sem einmitt hýsir dýragarðinn Loro Parque og höfuðborgina Santa Cruzen hún er þakin fallegum görðum, flottum verslunargötum og býður upp á alla þá kosti sem stórar heimsborgir státa af. Kynntu þér Tenerife betur hér. Milt loftslag, fjölbreytt landslag og dásamleg matarmenning Sólin skín flesta daga ársins á grísku eyjunni Krít en hægur andvari af hafi mildar loftslagið svo það er eitt það eftirsóknarverðasta í Evrópu. Eyjan státar mjög fjölbreyttu landslagi, iðandi borgarlífi, háum fjöllum með snævi þöktum toppum, gullfallegum ströndum og eyðivíkum og dásamlegri matarmenningu sem inniheldur m.a. ferskan fisk og kjöt, grænmeti með hágæða ólífuolíu, góð vín og osta sem bráðna í munni. Úrval Útsýn býður upp á mjög áhugaverðar skoðunarferðin um eyjuna og næsta nágrenni. Nægir þar að nefna gönguferð um Samaria gljúfrið sem er ómissandi upplifun en um er að ræða lengsta gljúfur í Evrópu, tæpir 17 km að lengd. Enginn ætti heldur að missa af einstakri ævintýrasiglingu til eyjarinnar Santorini sem lengi hefur verið talin ein myndrænasta eyja Grikklands. Kynntu þér Krít betur hér. Nánari upplýsingar má finna á vef Úrvals Útsýnar.
Sólin Ferðalög Fjölskyldumál Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira