Þetta staðfestir stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi. Sjúkrabíll er einnig á leiðinni á vettvang.
Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að þyrlan hafi verið kölluð út eftir að vélsleði valt. Hann tekur fram að enginn sé alvarlega slasaður vegna slyssins en að einn hafi hlotið áverka á fæti.
Hann segir það ekki liggja fyrir hvort að maðurinn sem slasaðist sé Íslendingur eða erlendur ferðamaður.