Sport

Fötluð en fer á Ólympíu­leikana í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður gaman að fylgjast með Bruna Alexandre á ÓL í sumar.
Það verður gaman að fylgjast með Bruna Alexandre á ÓL í sumar. vísir/getty

Brasilíski borðtennisspilarinn Bruna Alexandre verður í sumar fyrsti Brasilíumaðurinn til þess að hafa keppt bæði á ÓL fatlaðra og ófatlaðra.

Hún var nefnilega í gær valin í Ólympíulið Brasilíu sem keppir í París í sumar.

Hin 29 ára gamla Alexandre var aðeins nokkurra mánaða gömul er hún fékk blóðtappa og missti í kjölfarið hægri handlegginn.

Hún var aðeins sjö ára gömul er hún byrjaði að æfa borðtennis og fljótt kom í ljós að íþróttin átti vel við hana.

Alexandre vann til tvennra bronsverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra árið 2016 í Ríó og fylgdi því eftir með silfri og bronsi á sama móti í Tókýó árið 2020.

Hún verður þriðja fatlaða borðtenniskonan sem tekur þátt á Ólympíuleikunum en áður hafa Natalya Partyka frá Póllandi og Melissa Tapper frá Ástralíu gert slíkt hið sama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×