Lífið samstarf

„Að skora í gegnum keðju­net er bara gæsa­húðar móment“

X977
Sigurlið Streetball móts X977 síðasta sumars. Mótið fer fram á Klambratúni í Reykjavík næsta laugardag. Myndir/Anton Brink.
Sigurlið Streetball móts X977 síðasta sumars. Mótið fer fram á Klambratúni í Reykjavík næsta laugardag. Myndir/Anton Brink.

Árlegt Streetball mót X977 verður haldið laugardaginn 15. júní á Klambratúni í Reykjavík, heimili götuboltans á Íslandi. Það er X977 og KKÍ sem halda mótið í samstarfi við Subway, Útilíf og Egils Orku og má búast við miklu fjöri og góðum tilþrifum enda stefnir í gott veður í höfuðborginni þennan daginn.

Sigurður Orri Kristjánsson (t.v.) og Tommi Steindórs sjá um skipulag Streetball móts X977.

„Fyrsta Streetball mótið var haldið sumarið 2022 eftir að mótið hafði legið í dvala í rúmlega áratug,“ segir útvarpsmaðurinn Tommi Steindórs, annar umsjónarmanna mótsins. „Það er pláss fyrir 24 lið á mótinu og það hefur alltaf verið fullskipað. Stemmningin á Klambratúni er alltaf upp á 10!“

„Það kostar ekki krónu að taka þátt en það er til hellings að vinna,“ bætir Sigurður Orri Kristjánsson við, best þekktur sem Véfréttin og annar stjórnenda körfuboltaþáttarins Boltinn lýgur ekki ásamt Tomma Steindórs, en hann sér um skipulag mótsins með Tomma. „Það eru 70.000 kr. í beinhörðum peningum fyrir efsta sætið í mótinu og 2. sætið fær 30.000 kr. í sinn hlut. Styrktaraðilar gefa síðan þremur efstu liðunum þrjár veglegar gjafir.“

Spilað verður 3 á 3 en hvert lið má þó innihalda 4 leikmenn. Úrvalsdeildarleikmenn, leikmenn fyrstu deildar og þeir sem hafa spilað með erlendum háskólum eru ekki gjaldgengir í mótið, nema auðvitað í brekkuna. „Það komast aðeins 24 lið inn á mótið og því hvetjum við sem flesta til að skrá sig til leiksen skráningu lýkur á föstudaginn kl. 16.“

Þeir félagar segjast báðir elska götubolta. „Að skora í gegnum keðjunet er bara gæsahúðar móment í hvert einasta skipti. Keppnisandinn er mikill en kappið fær aldrei að bera fegurðina ofurliði. Það er mikið um stympingar en við dómarar pössum upp á að það verði aldrei slagsmál. Við viljum hvetja sem flesta til að mæta og horfa á því það er svo ótrúlega gaman að fylgjast með þessum leikjum.“

Streetball mót X977 byrjar kl. 11 á laugardaginn 15. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×