Innlent

Karl­maður á þrí­tugs­aldri lést í slysinu á Vestur­lands­vegi

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Maðurinn sem lést í banaslysinu á Vesturlandsvegi var Íslendingur fæddur árið 1999.
Maðurinn sem lést í banaslysinu á Vesturlandsvegi var Íslendingur fæddur árið 1999.

Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í Borgarfirði, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal, var Íslendingur á þrítugsaldri. Hann fæddist árið 1999 og var búsettur hér á landi. 

mbl.is greindi fyrst frá. Slysið varð á sunnudaginn á Vesturlandsvegi þegar að fólksbifreið sem var ekið í norðurátt skall framan á jeppa sem var ekið í gagnstæða átt. 

Ökumaður og farþegi í jeppabifreiðinni voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítalanum. Banaslysið var það ellefta í umferðinni það sem af er ári. 


Tengdar fréttir

Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði

Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum

Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×