Tók skólabækurnar með þó hann sé að undirbúa sig fyrir EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2024 15:00 Lamine Yamal lætur góðan árangur á fótboltavellinum ekki hafa áhrif á námið. Getty Images/Mateo Villalba Undrabarnið Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, er í spænska landsliðshópnum sem tekur þátt á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Yamal er hins vegar aðeins 16 ára gamall og meðan aðrir leikmenn liðsins slaka á eða spila tölvuleiki situr hann yfir skólabókunum. Yamal verður 17 ára þann 13. júlí næstkomandi en hann er ein af skærustu stjörnum Börsunga. Á meðan félagið er í tómu tjóni fjárhagslega virðist La Masia-akademían aldrei hafa verið sterkari. Miðjumennirnir Pedri (21 árs) og Gavi (19 ára) eru þekktar stærðir þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Alejandro Balde er einn mest spennandi vinstri bakvörður Evrópu, Pau Cubarsí er aðeins 17 ára gamall en spilaði frábærlega í miðverðinum á nýafstaðinni leiktíð þrátt fyrir að vera varla nægilega gamall til að keyra bíl. Hinn 21 árs gamli Fermín López verður betri með hverjum leiknum og svo er það hinn 16 ára gamli Lamine Yamal sem er einfaldlega einn mest spennandi leikmaður heims í dag. Þrátt fyrir ungan aldur þá tók hann þátt í öllum nema einum leik Barcelona í La Liga, efstu deild Spánar, ásamt því að spila alla tíu leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls lék hann 50 leiki fyrir Barcelona, skoraði sjö mörk og gaf 10 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað sjö A-landsleiki til þessa og skorað tvö mörk. That Lamine Yamal assist for Ruiz 🤤#EURO2024 pic.twitter.com/d9wmQg5M04— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 10, 2024 Þrátt fyrir að tímabilið hjá Barcelona hafi verið hálfgerð vonbrigði þá átti Lamal frábært tímabil. Tímabili hans er þó hvergi nærri lokið þar sem hann var valinn í spænska landsliðið fyrir EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi. Hann virðist þó með báða fætur á jörðinni og passaði sig að taka heimanámið með sér. „Ég tók heimanámið með því ég er á fjórða ári á ESO og er í tímum á netinu. Ég vona að kennarinn felli mig ekki,“ sagði Lamal er hann var spurður út í hvað hann er að gera á milli æfinga í aðdraganda mótsins. Lamine Yamal is doing homework and Spain plays Croatia on Saturday 😂📚 pic.twitter.com/X1h1Ys9ACc— ESPN FC (@ESPNFC) June 11, 2024 Spánn er í B-riðli Evrópumótsins ásamt Ítalíu, Króatíu og Albaníu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Yamal verður 17 ára þann 13. júlí næstkomandi en hann er ein af skærustu stjörnum Börsunga. Á meðan félagið er í tómu tjóni fjárhagslega virðist La Masia-akademían aldrei hafa verið sterkari. Miðjumennirnir Pedri (21 árs) og Gavi (19 ára) eru þekktar stærðir þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Alejandro Balde er einn mest spennandi vinstri bakvörður Evrópu, Pau Cubarsí er aðeins 17 ára gamall en spilaði frábærlega í miðverðinum á nýafstaðinni leiktíð þrátt fyrir að vera varla nægilega gamall til að keyra bíl. Hinn 21 árs gamli Fermín López verður betri með hverjum leiknum og svo er það hinn 16 ára gamli Lamine Yamal sem er einfaldlega einn mest spennandi leikmaður heims í dag. Þrátt fyrir ungan aldur þá tók hann þátt í öllum nema einum leik Barcelona í La Liga, efstu deild Spánar, ásamt því að spila alla tíu leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls lék hann 50 leiki fyrir Barcelona, skoraði sjö mörk og gaf 10 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað sjö A-landsleiki til þessa og skorað tvö mörk. That Lamine Yamal assist for Ruiz 🤤#EURO2024 pic.twitter.com/d9wmQg5M04— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 10, 2024 Þrátt fyrir að tímabilið hjá Barcelona hafi verið hálfgerð vonbrigði þá átti Lamal frábært tímabil. Tímabili hans er þó hvergi nærri lokið þar sem hann var valinn í spænska landsliðið fyrir EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi. Hann virðist þó með báða fætur á jörðinni og passaði sig að taka heimanámið með sér. „Ég tók heimanámið með því ég er á fjórða ári á ESO og er í tímum á netinu. Ég vona að kennarinn felli mig ekki,“ sagði Lamal er hann var spurður út í hvað hann er að gera á milli æfinga í aðdraganda mótsins. Lamine Yamal is doing homework and Spain plays Croatia on Saturday 😂📚 pic.twitter.com/X1h1Ys9ACc— ESPN FC (@ESPNFC) June 11, 2024 Spánn er í B-riðli Evrópumótsins ásamt Ítalíu, Króatíu og Albaníu.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn