Fjölskylda frá Marokkó fær ekki að heimsækja ættingja á Íslandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 15:39 Fjölskyldan ætlaði að heimsækja Ísland í sumar en aðeins móðirin og dóttirin fengu vegabréfsáritun. Aðsend Marokkóskri fjölskyldu íslenskrar konu hefur gengið illa að verða sér úti um vegabréfsáritun til að heimsækja Ísland, eftir að utanríkisþjónusta Íslands hóf samstarf við sænska sendiráðið í Marokkó. Fjölskyldan hefur áður heimsótt Ísland, en minna mál var að fá VISA þegar umsóknir fóru í gegnum danska sendiráðið. Konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, hefur verið gift manni frá Marokkó síðan 2007. Saman eiga þau tvö börn og þau hafa búið bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Fjölskylda mannsins hefur oft komið í heimsókn bæði til Danmerkur og til Íslands án vandræða. Nú í janúar fengu þau hins vegar ekki öll vegabréfsáritun. Ekki treyst til að fara aftur heim Systir mannsins, eiginmaður hennar og börnin þeirra þrjú ætluðu að heimsækja Ísland í sumar. Þau sóttu um vegabréfsáritun í desember. Þau segja að umsóknin fari í gegnum einhverja alþjóðaskrifstofu sem vísar umsókninni til sænska sendiráðsins, sem afgreiðir umsóknir fyrir Ísland. Þannig fór að systirin og þrettán ára dóttirin fengu áritun, en ekki eiginmaðurinn og synirnir tveir, fimm og eins árs. Þær útskýringar voru gefnar að þar sem fjölskyldan væri öll að ferðast saman, teldist ólíklegt að þau ætluðu sér að fara aftur heim til Marokkó. Ekki væri næg innistæða á banareikningi fjölskyldunnar til að hægt væri að treysta því að þau hyggðust aðeins fara í ferðalag og snúa aftur heim. Hafa áður komið og farið Íslenska konan segir þessar útskýringar ekki standast skoðun. Fjölskyldan hafi áður heimsótt Ísland og Danmörku og þau eigi nóg af peningum. Einnig hafi komið fram að þau hyggðust gista hjá fjölskyldu sinni. Hjónin vilja meina að vandræðin stafi af pólitískum núningi milli Svíþjóðar og Marokkó, og segja leiðinlegt að það bitni á Marokkómönnum á Íslandi. Þau vísa t.d. í afstöðu Svíþjóðar til Vestur-Sahöru. Marokkó Sendiráð Íslands Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, hefur verið gift manni frá Marokkó síðan 2007. Saman eiga þau tvö börn og þau hafa búið bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Fjölskylda mannsins hefur oft komið í heimsókn bæði til Danmerkur og til Íslands án vandræða. Nú í janúar fengu þau hins vegar ekki öll vegabréfsáritun. Ekki treyst til að fara aftur heim Systir mannsins, eiginmaður hennar og börnin þeirra þrjú ætluðu að heimsækja Ísland í sumar. Þau sóttu um vegabréfsáritun í desember. Þau segja að umsóknin fari í gegnum einhverja alþjóðaskrifstofu sem vísar umsókninni til sænska sendiráðsins, sem afgreiðir umsóknir fyrir Ísland. Þannig fór að systirin og þrettán ára dóttirin fengu áritun, en ekki eiginmaðurinn og synirnir tveir, fimm og eins árs. Þær útskýringar voru gefnar að þar sem fjölskyldan væri öll að ferðast saman, teldist ólíklegt að þau ætluðu sér að fara aftur heim til Marokkó. Ekki væri næg innistæða á banareikningi fjölskyldunnar til að hægt væri að treysta því að þau hyggðust aðeins fara í ferðalag og snúa aftur heim. Hafa áður komið og farið Íslenska konan segir þessar útskýringar ekki standast skoðun. Fjölskyldan hafi áður heimsótt Ísland og Danmörku og þau eigi nóg af peningum. Einnig hafi komið fram að þau hyggðust gista hjá fjölskyldu sinni. Hjónin vilja meina að vandræðin stafi af pólitískum núningi milli Svíþjóðar og Marokkó, og segja leiðinlegt að það bitni á Marokkómönnum á Íslandi. Þau vísa t.d. í afstöðu Svíþjóðar til Vestur-Sahöru.
Marokkó Sendiráð Íslands Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira