Bjarkey verði að sæta ábyrgð Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2024 13:23 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Vísir/Arnar Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. Í gær gaf Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra út leyfi til veiða á 128 langreyðum við Íslandsstrendur. Umsókn um leyfið var send inn í janúar og því tók hálft ár að afgreiða hana. Alla jafna væru veiðar hafnar á þessum tíma árs. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd harkalega, bæði af þeim sem tala með og gegn hvalveiðum. Hvalavinir vildu ekki að leyfið yrði gefið út en aðrir eru ósáttir við seinaganginn við afgreiðsluna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir augljóst að ráðherra hafi slegið vertíð þessa árs af. „Ráðherra veit það sjálf að það er það langt liðið á árið að það er ekki hægt að undirbúa vertíð á þessu ári. Þannig þátt fyrir að tæknilega sé leyfi í gildi til árs, þá er fyrirtækinu ókleift að nýta leyfið. Að þeim sökum teljum við ólögmætið jafn mikið nú og fyrir ári síðan,“ segir Heiðrún. Hún telur að ríkið hafa bakað sér bótaskyldu og að Hvalur muni höfða mál. Hvalveiðar séu löglegar og Alþingi ekki á leið í að banna þær. „Ég hygg að ef að menn töldu meirihluta fyrir því á þingi að banna hvalveiðar, þá hefði það þegar litið dagsins ljós. Af þeim sökum líka, tel ég það mjög ámælisvert að hálfu ráðherra og ég trúi ekki öðru en að þingið hafi á því líka miklar skoðanir þegar ráðherra gengur fram með þessum hætti og í raun bannar þá atvinnustarfsemi sem þingið hefur þegar leyft,“ segir Heiðrún. Hún segist skilja að um sé að ræða hitamál í þjóðfélaginu. „En það breytir því hins vegar ekki að við getum aldrei, við sem borgarar, eigum aldrei að sætta okkur við það þegar ráðherrar af ásetningin, brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna. Það breytir engu hvort við séum sammála eða ósammálalögum, eða hvalveiðum. Ráðherrar eiga að sæta ábyrgð ef þeir virða ekki þau lög sem sett eru,“ segir Heiðrún. Hvalir Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hafið Hvalveiðar Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Í gær gaf Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra út leyfi til veiða á 128 langreyðum við Íslandsstrendur. Umsókn um leyfið var send inn í janúar og því tók hálft ár að afgreiða hana. Alla jafna væru veiðar hafnar á þessum tíma árs. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd harkalega, bæði af þeim sem tala með og gegn hvalveiðum. Hvalavinir vildu ekki að leyfið yrði gefið út en aðrir eru ósáttir við seinaganginn við afgreiðsluna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir augljóst að ráðherra hafi slegið vertíð þessa árs af. „Ráðherra veit það sjálf að það er það langt liðið á árið að það er ekki hægt að undirbúa vertíð á þessu ári. Þannig þátt fyrir að tæknilega sé leyfi í gildi til árs, þá er fyrirtækinu ókleift að nýta leyfið. Að þeim sökum teljum við ólögmætið jafn mikið nú og fyrir ári síðan,“ segir Heiðrún. Hún telur að ríkið hafa bakað sér bótaskyldu og að Hvalur muni höfða mál. Hvalveiðar séu löglegar og Alþingi ekki á leið í að banna þær. „Ég hygg að ef að menn töldu meirihluta fyrir því á þingi að banna hvalveiðar, þá hefði það þegar litið dagsins ljós. Af þeim sökum líka, tel ég það mjög ámælisvert að hálfu ráðherra og ég trúi ekki öðru en að þingið hafi á því líka miklar skoðanir þegar ráðherra gengur fram með þessum hætti og í raun bannar þá atvinnustarfsemi sem þingið hefur þegar leyft,“ segir Heiðrún. Hún segist skilja að um sé að ræða hitamál í þjóðfélaginu. „En það breytir því hins vegar ekki að við getum aldrei, við sem borgarar, eigum aldrei að sætta okkur við það þegar ráðherrar af ásetningin, brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna. Það breytir engu hvort við séum sammála eða ósammálalögum, eða hvalveiðum. Ráðherrar eiga að sæta ábyrgð ef þeir virða ekki þau lög sem sett eru,“ segir Heiðrún.
Hvalir Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hafið Hvalveiðar Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira