Körfubolti

Körfuboltagoðsögnin Jerry West er látin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jerry West helgaði ævistörfum sínum öllum til körfuboltans og skilur eftir sig mikla arfleifð.
Jerry West helgaði ævistörfum sínum öllum til körfuboltans og skilur eftir sig mikla arfleifð. Allen Berezovsky/Getty Images

Körfuboltagoðsögnin Jerry West féll friðsamlega frá á heimili sínu, 86 ára að aldri.

West helgaði ævi sinni körfuboltastörfum. Hann var stjörnuleikmaður frá ungum aldri í mennta- og háskólaboltanum áður en hann gekk til liðs við Los Angeles Lakers. Hann fór níu sinnum í úrslitaeinvígið og lyfti titlinum einu sinni á loft á fjórtán ára ferli.

NBA merkið er byggt á mynd af Jerry West sem birtist í tímaritinu Sports Reviews árið 1968.

Eftir að ferlinum lauk þjálfaði hann Lakers í þrjú tímabil frá 1976–79 en færði sig svo yfir á skrifstofuna og var framkvæmdastjóri félagsins til ársins 2000.

Lakers fögnuðu ótrúlegri velgengni undir hans handleiðslu á 9. áratugnum. West átti einnig heiðurinn að því að velja Kobe Bryant í nýliðavalinu 1996 og skipulagði skipti Shaquille O‘Neal til félagsins.

Þaðan lá leiðin til Memphis þar sem West var framkvæmdastjóri árin 2002–07. Hann var í annað sinn valinn framkvæmdastjóri ársins árið 2004. Í seinni tíð hefur hann svo sinnt stjórnarstörfum hjá Golden State Warriors og Los Angeles Clippers.

Hann féll friðsamlega frá á heimili sínu í morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×