Aðeins fjórðungur Breta vill vera utan ESB Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 15:41 Flutningabíll ekur frá landamæraeftirlitsstöð í suðaustanverðu Englandi. Stuðningsmenn Brexit eru orðnir neikvæðari á áhrif útgöngunnar á áður, þar á meðal á efnahags- og innflytjendamál. Vísir/EPA Nú átta árum eftir að meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu segist aðeins fjórðungur telja að Bretland eigi að standa utan sambandsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá þjóðatkvæðagreiðslunni. Aðeins 24 prósent svarenda í skoðanakönnun sem félagsvísindastofnun Bretlands gerði töldu að Bretland ætti að vera utan Evrópusambandsins. Hlutfallið var 36 prósent árið 2019 og 41 prósent árið 2016, árið sem þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin. Könnunin nú var gerð í september og október. Þá höfðu svarendur neikvæðari sýn á áhrif Brexit, eins og útgangan hefur verið nefnd, á efnahag Bretlands og innflytjendamál en árið 2019 þegar síðustu þingkosningar voru haldnar. Breytingin er sérstaklega áberandi á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með útgöngunni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Um fjörutíu prósent þeirra telja nú verr komið fyrir efnahaginum vegna Brexit borið saman við átján prósent fyrir fimm árum. Þingkosningarnar 4. júlí eru þær fyrstu eftir að Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu árið 2020. Aðild að Evrópusambandinu hefur tæplega borið á góma í kosningabaráttunni til þessa. Könnun félagsvísindastofnunarinnar leiðir ennfremur í ljós hrapandi traust á stjórnvöldum. Heil 45 prósent svarendu sögðust nær aldrei treystra breskri ríkisstjórn til þess að setja þarfir þjóðarinnar ofar eigin flokkshagsmunum. Brexit Bretland Kosningar í Bretlandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02 Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Aðeins 24 prósent svarenda í skoðanakönnun sem félagsvísindastofnun Bretlands gerði töldu að Bretland ætti að vera utan Evrópusambandsins. Hlutfallið var 36 prósent árið 2019 og 41 prósent árið 2016, árið sem þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin. Könnunin nú var gerð í september og október. Þá höfðu svarendur neikvæðari sýn á áhrif Brexit, eins og útgangan hefur verið nefnd, á efnahag Bretlands og innflytjendamál en árið 2019 þegar síðustu þingkosningar voru haldnar. Breytingin er sérstaklega áberandi á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með útgöngunni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Um fjörutíu prósent þeirra telja nú verr komið fyrir efnahaginum vegna Brexit borið saman við átján prósent fyrir fimm árum. Þingkosningarnar 4. júlí eru þær fyrstu eftir að Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu árið 2020. Aðild að Evrópusambandinu hefur tæplega borið á góma í kosningabaráttunni til þessa. Könnun félagsvísindastofnunarinnar leiðir ennfremur í ljós hrapandi traust á stjórnvöldum. Heil 45 prósent svarendu sögðust nær aldrei treystra breskri ríkisstjórn til þess að setja þarfir þjóðarinnar ofar eigin flokkshagsmunum.
Brexit Bretland Kosningar í Bretlandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02 Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02
Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23