Körfubolti

Boston með níu fingur á titlinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jaylen Brown fór fyrir Boston í nótt.
Jaylen Brown fór fyrir Boston í nótt. Peter Casey/Getty Images

Boston Celtics er aðeins einum sigri frá því að verða NBA-meistari í körfubolta. Liðið vann Dallas Mavericks í þriðja leik liðanna í nótt.

Boston hafði unnið fyrstu tvo leiki úrslitaeinvígisins nokkuð sannfærandi en leikur næturinnar fór fram í Dallas og vitað var að heimamenn yrðu að vinna ætluðu þeir sér að halda spennu í einvíginu.

Fyrri hálfleikur var hnífjafn en í þriðja leikhluta keyrði Boston einfaldlega yfir Dallas og lagði grunn að sigrinum sem svo gott sem tryggir liðinu meistaratitilinn, lokatölur í Dallas 99-106.

Kyrie Irving var stigahæstur hjá Dallas með 35 stig. Luka Dončić skoraði 27 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Hjá Boston var Jayson Tatum með 31 stig og Jaylen Brown með 30 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×