Blása England upp í aðdraganda EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 11:01 England tapaði gegn Íslandi í aðdraganda mótsins. Rob Newell/Getty Images Evrópumót karla í fótbolta hefst á morgun, föstudag. Þrátt fyrir 0-1 tap fyrir Íslandi á uppseldum Wembley-leikvangi í aðdraganda mótsins þá eru sparkspekingar BBC, breska ríkisútvarpsins, kokhraustir. Englendingar eru að venju gríðarlega bjartsýnir í aðdraganda stórmóts í fótbolta. Stundum á það rétt á sér, stundum ekki. England fór vissulega alla leið í úrslit á EM 2020 og undanúrslit á HM 2018 en féll úr leik í 8-liða úrslitum á HM í Katar 2022. Þá er liðið fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hvað sem því líður þá er mikil spenna fyrir EM þar sem England er í C-riðli ásamt Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Fjórir af sparkspekingum BBC, breska ríkisútvarpsins, voru spurðir hversu langt England getur farið á EM sem fram fer í Þýskalandi að þessu sinni. Spekingarnir fjórir eru Micah Richards, Wayne Rooney, Alan Shearer og Joe Hart. Um er að ræða fjóra fyrrverandi landsliðsmenn Englands sem náðu þó mismiklum árangri, bæði með landsliðinu sem og félagsliðum sínum. „England fer alla leið í úrslit,“ sagði Richards stuttorður. Hann gerði garðinn frægan hjá Manchester City en spilaði einnig fyrir Fiorentina og Aston Villa. Spilaði 13 A-landsleiki og varð einu sinni Englandsmeistari ásamt því að vinna ensku bikarkeppnina einu sinni.Shaun Botterill/Getty Images „Verðum að vera stefna á að vinna mótið. Hafa komist nálægt því að vinna stórmót síðustu tvö skipti. Fóru í úrslit gegn Ítalíu á EM 2020 og töpuðu svo fyrir Frakklandi á HM 2022 en ég tel okkur eiga góða möguleika. Erum með góðan leikmannahóp,“ segir Rooney. Er í dag þjálfari Plymouth Argyle í ensku B-deildinni en spilaði á sínum tíma 120 A-landsleiki ásamt því að vinna fjölda titla með Manchester United.Robbie Jay Barratt/Getty Images „Persónulega tel ég England réttilega vera eitt af þeim liðum sem spáð sigri á mótinu. Tel þá vera með magnað lið og líður eins og við munum eiga gott mót,“ sagði Hart en hann stóð í marki Englands þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Íslandi á EM 2016. Lék alls 75 A-landsleiki og vann fjölda titla með Man City og Celtic.VÍSIR/GETTY „Ég trúi að fremstu sex hjá Englandi séu með þeim bestu, ef ekki þeir bestu, í heiminum. Sumir leikmanna okkar og hæfileikarnir sem þeir búa yfir geta ógnað hvaða liði sem er. Ég trúi að England geti farið alla leið,“ sagði Shearer. Hann varð Englandsmeistari með Blackburn Rovers, raðaði inn mörkum fyrir Newcastle United og lék 63 A-landsleiki fyrir England.Catherine Ivill/Getty Images Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Englendingar eru að venju gríðarlega bjartsýnir í aðdraganda stórmóts í fótbolta. Stundum á það rétt á sér, stundum ekki. England fór vissulega alla leið í úrslit á EM 2020 og undanúrslit á HM 2018 en féll úr leik í 8-liða úrslitum á HM í Katar 2022. Þá er liðið fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hvað sem því líður þá er mikil spenna fyrir EM þar sem England er í C-riðli ásamt Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Fjórir af sparkspekingum BBC, breska ríkisútvarpsins, voru spurðir hversu langt England getur farið á EM sem fram fer í Þýskalandi að þessu sinni. Spekingarnir fjórir eru Micah Richards, Wayne Rooney, Alan Shearer og Joe Hart. Um er að ræða fjóra fyrrverandi landsliðsmenn Englands sem náðu þó mismiklum árangri, bæði með landsliðinu sem og félagsliðum sínum. „England fer alla leið í úrslit,“ sagði Richards stuttorður. Hann gerði garðinn frægan hjá Manchester City en spilaði einnig fyrir Fiorentina og Aston Villa. Spilaði 13 A-landsleiki og varð einu sinni Englandsmeistari ásamt því að vinna ensku bikarkeppnina einu sinni.Shaun Botterill/Getty Images „Verðum að vera stefna á að vinna mótið. Hafa komist nálægt því að vinna stórmót síðustu tvö skipti. Fóru í úrslit gegn Ítalíu á EM 2020 og töpuðu svo fyrir Frakklandi á HM 2022 en ég tel okkur eiga góða möguleika. Erum með góðan leikmannahóp,“ segir Rooney. Er í dag þjálfari Plymouth Argyle í ensku B-deildinni en spilaði á sínum tíma 120 A-landsleiki ásamt því að vinna fjölda titla með Manchester United.Robbie Jay Barratt/Getty Images „Persónulega tel ég England réttilega vera eitt af þeim liðum sem spáð sigri á mótinu. Tel þá vera með magnað lið og líður eins og við munum eiga gott mót,“ sagði Hart en hann stóð í marki Englands þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Íslandi á EM 2016. Lék alls 75 A-landsleiki og vann fjölda titla með Man City og Celtic.VÍSIR/GETTY „Ég trúi að fremstu sex hjá Englandi séu með þeim bestu, ef ekki þeir bestu, í heiminum. Sumir leikmanna okkar og hæfileikarnir sem þeir búa yfir geta ógnað hvaða liði sem er. Ég trúi að England geti farið alla leið,“ sagði Shearer. Hann varð Englandsmeistari með Blackburn Rovers, raðaði inn mörkum fyrir Newcastle United og lék 63 A-landsleiki fyrir England.Catherine Ivill/Getty Images
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport