Viðskipti innlent

Kristján Andrés­son gengur til liðs við Arion banka

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Kristján Andrésson hefur verið ráðinn forstöðumaður rekstrar- og sjálfbærnisáhættu hjá Arion banka.
Kristján Andrésson hefur verið ráðinn forstöðumaður rekstrar- og sjálfbærnisáhættu hjá Arion banka. Arion Banki

Kristján Andrésson hefur tekið við starfi forstöðumanns rekstrar- og sjálfbærniáhættu hjá Arion banka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.

Kristján kemur til Arion frá Íslandsbanka þar sem hann starfaði sem sérfræðingur í regluvörslu og áhættustýringu frá árinu 2018. Á árunum 2009 til 2017 starfaði Kristján hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Kristján er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, meistaragráðu í hagfræði og samskiptum frá University of Lugano, í Sviss og próf í verðbréfaviðskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×