Íslenski boltinn

Njarð­víkingar tylla sér á topp Lengjudeildarinnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Njarðvík fór upp í efsta sæti deildarinnar eftir 3-0 sigur gegn ÍR.
Njarðvík fór upp í efsta sæti deildarinnar eftir 3-0 sigur gegn ÍR.

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld. Njarðvík tyllir sér á toppinn eftir sigur gegn ÍR. ÍBV sótti Gróttu heim og vann örugglega en Afturelding þurfti að hafa meira fyrir sínum sigri gegn Þrótti. 

Njarðvík tók á móti ÍR og vann 3-0 stórsigur.

Dominik Radic kom heimamönnum yfir á 5. mínútu leiks eftir gott spil upp hægri kantinn. Arnar Ingi Magnússon tvöfaldaði svo forystu þeirra á 21. mínútu. Markið kom beint upp úr hornspyrnu Oumars Diock sem rataði á Arnar Helgi, hann stýrði skallanum í fjærhornið og boltinn söng í netinu.

Dominik Radic setti svo sitt annað mark á 87. mínútu eftir að markmaður ÍR varði bylmingsskot Amin Cosic út í teiginn.

Njarðvíkingar aftur á sigurbraut og verma toppsætið í bili. Fjölnir er tveimur stigum á eftir þeim en á leik til góða gegn Þór næsta laugardag. 

Grótta tók á móti ÍBV á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Eyjamenn fóru þar með öruggan sigur, 0-3 lokaniðurstaða.

Jón Ingason skoraði fyrsta mark leiksins með þrumuskoti langt fyrir utan teig. Virkilega laglegt mark með vinstri fæti.

Eyjamenn áttu svo annan góðan sprett upp völlinn á 78. mínútu, fundu #20 úti á hægri vængnum, hann kom boltanum fyrir á #24 sem lúrði fjærstönginni og kláraði færið.

Afturelding þurfti að hafa fyrir 2-1 sigri sínum gegn Þrótti. 

Fyrstu tvö mörk leiksins komu með skömmu millibili á 8. og 9. mínútu.

Afturelding komst yfir þegar skot Arons Jóhannssonar var varið út í teiginn, Andri Freyr Jónasson rak tánna í boltann og þaðan fór hann yfir línuna.

Þróttarar jöfnuðu svo mínútu síðar þegar Gunnar Bergmann Sigurðsson setti boltann óvart í eigið net.

Óheppni þar á ferðum sem Afturelding bætti loksins úr á 79. mínútu þegar Sigurpáll Melberg Pálsson stökk upp eftir hornspyrnu og stangaði boltann í netið. Lokatölur 1-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×