Minnir á flotta tannlæknastofu Tork gaurinn skrifar 14. júní 2024 10:57 James Einar Becker, betur þekktur sem Tork-gaurinn skellti sér til Madrídar og reynsluók nýjum Polestar 3. Skjáskot Í nýjasta þætti af Tork Gaurnum ferðast James Einar Becker til Madridar á frumsýningu og reynsluekur splunkunýjum Polestar 3. Samkvæmt James Einari er Polestar 3 rafmagnsbíll (jepplingur) sem á að fara að keppa við þýsku framleiðendurnar á lúxusbílamarkaðnum. „Þeir þýsku sem fá hvað helst að kenna á samkeppninni eru Porsche Macan EV og Audi Q8. Mjög háleit markmið fyrir tiltölulega nýjan bílaframleiðanda. Engu að síður hefur það heppnast fullkomlega hjá þeim,“ segir hann. Í þættinum segir James Einar frá því að bíllinn sé einstaklega vel hannaður og sé fallegur frá öllum hliðum. Engin hönnunarlína á bílnum er þarna nema hún þjóni tilgangi með loftflæði. Sömu sögu er að segja frá innréttingunni og ökumannsrými bílsins. Þar fær Skandinaviska naumhyggjan að ráða ferðinni þar sem allt er einfalt og fallegt. Minnir einna helst á mjög flotta tannlæknastofu, sem er kaldhæðið í sjálfu sér þar sem ég gæti séð fyrir mér marga tannlækna í Lacoste-bolum á þessum bíl. Það sem gerir Polestar 3 mjög áhugaverðan er að hann er hannaður af fólki sem hefur áhuga á bílum og finnst gaman að keyra. Bíllinn er einhver 510 hestöfl og með 920Nm af togi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Bíllinn er með „automatíska“ fjöðrun sem getur stillt sig af og aðlagað sig að veginum einu sinni á tveggja millisekúndu fresti. Þessi bíll er ekki þessi klassíski rafmagns hlunkur sem er með urmul af hestöflum en lætur svo af stjórn eins og togari. Svo er bíllinn með svokallað „Tork Vectoring“ kerfi. Í grófum dráttum þýðir það að ef þú ert að fara í krappa beygju þá þarf ytra aftur hjólið að fara lengri vegalengd en það innra. Þegar það gerist hjá Polestar 3 þá sendir bíllinn meiri kraft í ytra hjólið sem að skítur bílnum út úr beygjunni eins og teygjubyssa. Þessi bíll er ekki þessi klassíski rafmagns hlunkur sem er með urmul af hestöflum en lætur svo af stjórn eins og togari. Polestar 3 er á grensunni við það að vera leiktæki sem sómir sér enn betur sem fjölskyldubíll. Hann er nokkuð breiður og þess vegna vel hægt að koma þremur einstaklingum aftur í. Þó að tveir ISOfix stólar væru aftur í þá kæmist samt fullorðin manneskja vel fyrir í miðjunni. Polestar 3 er hinn fullkomni „sleeper“ bíll. Það fer lítið fyrir honum en samt gæti hann tekið BMW M3 í kvartmílu. Þegar því er svo lokið er hægt að koma fyrir barnavagni og fjórum Bónus pokum í skottið. Einsaklega vel heppnaður bíll í alla staði og ættu allir bílaáhugamenn að hlakka til að fá hann á götur landsins. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Samkvæmt James Einari er Polestar 3 rafmagnsbíll (jepplingur) sem á að fara að keppa við þýsku framleiðendurnar á lúxusbílamarkaðnum. „Þeir þýsku sem fá hvað helst að kenna á samkeppninni eru Porsche Macan EV og Audi Q8. Mjög háleit markmið fyrir tiltölulega nýjan bílaframleiðanda. Engu að síður hefur það heppnast fullkomlega hjá þeim,“ segir hann. Í þættinum segir James Einar frá því að bíllinn sé einstaklega vel hannaður og sé fallegur frá öllum hliðum. Engin hönnunarlína á bílnum er þarna nema hún þjóni tilgangi með loftflæði. Sömu sögu er að segja frá innréttingunni og ökumannsrými bílsins. Þar fær Skandinaviska naumhyggjan að ráða ferðinni þar sem allt er einfalt og fallegt. Minnir einna helst á mjög flotta tannlæknastofu, sem er kaldhæðið í sjálfu sér þar sem ég gæti séð fyrir mér marga tannlækna í Lacoste-bolum á þessum bíl. Það sem gerir Polestar 3 mjög áhugaverðan er að hann er hannaður af fólki sem hefur áhuga á bílum og finnst gaman að keyra. Bíllinn er einhver 510 hestöfl og með 920Nm af togi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Bíllinn er með „automatíska“ fjöðrun sem getur stillt sig af og aðlagað sig að veginum einu sinni á tveggja millisekúndu fresti. Þessi bíll er ekki þessi klassíski rafmagns hlunkur sem er með urmul af hestöflum en lætur svo af stjórn eins og togari. Svo er bíllinn með svokallað „Tork Vectoring“ kerfi. Í grófum dráttum þýðir það að ef þú ert að fara í krappa beygju þá þarf ytra aftur hjólið að fara lengri vegalengd en það innra. Þegar það gerist hjá Polestar 3 þá sendir bíllinn meiri kraft í ytra hjólið sem að skítur bílnum út úr beygjunni eins og teygjubyssa. Þessi bíll er ekki þessi klassíski rafmagns hlunkur sem er með urmul af hestöflum en lætur svo af stjórn eins og togari. Polestar 3 er á grensunni við það að vera leiktæki sem sómir sér enn betur sem fjölskyldubíll. Hann er nokkuð breiður og þess vegna vel hægt að koma þremur einstaklingum aftur í. Þó að tveir ISOfix stólar væru aftur í þá kæmist samt fullorðin manneskja vel fyrir í miðjunni. Polestar 3 er hinn fullkomni „sleeper“ bíll. Það fer lítið fyrir honum en samt gæti hann tekið BMW M3 í kvartmílu. Þegar því er svo lokið er hægt að koma fyrir barnavagni og fjórum Bónus pokum í skottið. Einsaklega vel heppnaður bíll í alla staði og ættu allir bílaáhugamenn að hlakka til að fá hann á götur landsins.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira