Fékk skyndihugmynd og er nú í blómahafi heima fyrir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júní 2024 15:00 Svana Lovísa býr á gríðarlega fallegu heimili með mögnuðum og óvenjulegum blómaskreytingum. Vísir Vöruhönnuðurinn Svana Lovísa Kristjánsdóttir vinnur ýmis verkefni bæði sem hönnuður og fjölmiðlakona. Nú er hún að slá í gegn með blómaskreytingum sem eru engu líkar. Svana ásamt manni sínum Andrési Andréssyni hefur verið að hanna og smíða ýmsar ódýrar og flottar lausnir á heimilinu sem gaman er að sjá. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði skemmtilegar lausnir Svönu og ótrúlegar blómaskreytingar sem hún meðal annars hengir í loftið. Skreytingarnar eru ævntýralegar. Hún ásamt manni sínum Andrési Andréssyni hefur gert ýmislegt skemmtilegt í íbúðinni þeirra. Skyndihugmynd sem vatt fljótt upp á sig „Þetta var í rauninni bara smá skyndihugmynd. Ég hef alltaf verið rosalega sjúk í blóm alla tíð og hef hægt og rólega verið að sanka að mér mjög mörgum gerviblómum og öðru og hef verið að taka að mér skreytingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Svana. „En svo allt í einu ákvað ég bara að æ, ég ætla bara að segja fleirum frá þessu, eignaðist mögulega aðeins fleiri blóm og núna er ég bara í þessu blómahafi heima.“ Svana segir gerviblóm í dag allt annað en þau voru. Þau séu með ekta áferð svo varla sé hægt að finna muninn. Hún segir þetta hafa undið upp á sig á ótrúlegan hátt. Allt í einu voru verslanir sem ég hef tengsl við og annað farnar að biðja mig um að koma með skreytingar og svo eru konur sem eru að fara að gifta sig og vita bara að ég er með falleg blóm, mögulega með gott auga og hef gaman af þessu og þá einhvern veginn er ég farinn að gera ótrúlega skemmtileg verkefni sem ég veit stundum bara ekki hvaðan koma. Útkoman er stundum hefðbundin og stundum óhefðbundin eins og þarna. Ódýrar og hagkvæmar breytingar heima fyrir Svana heldur meðal annars úti blogginu Svart og hvítt sem er um hönnun á Trendnet. Þau hjónin hafa gert ýmislegt heima fyrir á ódýran og sem hagstæðastan hátt án þess að fara í dýrar framkvæmdir. „Við höfum gert alveg heilmikið hérna heima, bæði sem er hægt að sá og mjög margt af þessu ósýnilega, eins og þessar stóru framkvæmdir sem við þurftum líka að ráðast í. Auðvitað máluðum við það bleikt.“ View this post on Instagram A post shared by Svana Lovísa Kristjánsdóttir (@svana.svartahvitu) Ísland í dag Blóm Hús og heimili Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fleiri fréttir Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Sjá meira
Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði skemmtilegar lausnir Svönu og ótrúlegar blómaskreytingar sem hún meðal annars hengir í loftið. Skreytingarnar eru ævntýralegar. Hún ásamt manni sínum Andrési Andréssyni hefur gert ýmislegt skemmtilegt í íbúðinni þeirra. Skyndihugmynd sem vatt fljótt upp á sig „Þetta var í rauninni bara smá skyndihugmynd. Ég hef alltaf verið rosalega sjúk í blóm alla tíð og hef hægt og rólega verið að sanka að mér mjög mörgum gerviblómum og öðru og hef verið að taka að mér skreytingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Svana. „En svo allt í einu ákvað ég bara að æ, ég ætla bara að segja fleirum frá þessu, eignaðist mögulega aðeins fleiri blóm og núna er ég bara í þessu blómahafi heima.“ Svana segir gerviblóm í dag allt annað en þau voru. Þau séu með ekta áferð svo varla sé hægt að finna muninn. Hún segir þetta hafa undið upp á sig á ótrúlegan hátt. Allt í einu voru verslanir sem ég hef tengsl við og annað farnar að biðja mig um að koma með skreytingar og svo eru konur sem eru að fara að gifta sig og vita bara að ég er með falleg blóm, mögulega með gott auga og hef gaman af þessu og þá einhvern veginn er ég farinn að gera ótrúlega skemmtileg verkefni sem ég veit stundum bara ekki hvaðan koma. Útkoman er stundum hefðbundin og stundum óhefðbundin eins og þarna. Ódýrar og hagkvæmar breytingar heima fyrir Svana heldur meðal annars úti blogginu Svart og hvítt sem er um hönnun á Trendnet. Þau hjónin hafa gert ýmislegt heima fyrir á ódýran og sem hagstæðastan hátt án þess að fara í dýrar framkvæmdir. „Við höfum gert alveg heilmikið hérna heima, bæði sem er hægt að sá og mjög margt af þessu ósýnilega, eins og þessar stóru framkvæmdir sem við þurftum líka að ráðast í. Auðvitað máluðum við það bleikt.“ View this post on Instagram A post shared by Svana Lovísa Kristjánsdóttir (@svana.svartahvitu)
Ísland í dag Blóm Hús og heimili Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fleiri fréttir Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Sjá meira