Vill úrbætur sem fyrst á Flóttamannaleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júní 2024 14:08 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Hann kallar eftir því að Vegagerðin, sem á veginn, geri úrbætur sem fyrst. Íbúar í Urriðaholti í Garðabæ óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi þar nærri. Til að komast á golfvöllinn þurfa börnin að fara yfir Elliðavatnsveg eða Flóttamannaleið. Umferð um veginn er þung og vegurinn illa farinn. Faðir sem fréttastofa ræddi við í gær sagðist til að mynda ekki þora að senda stálpuð börn sín ein á æfingar vegna slysahættu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir veginn í eigu Vegagerðarinnar en engu að síður hafi bærinn gert ýmislegt til að reyna að bæta ástandið. „Við tökum að sjálfsögðu heilshugar undir áhyggjur okkar íbúa og höfum í raunog veru gert svo misserum skiptir. Því að Flóttamannavegurinn sem að Vegagerðin sér um og á er ekki í góðu ástandi. Þannig við höfum krafið þau um úrbætur sem okkur þykja ganga hægt og það endurspeglast í þessu máli.“ Á meðal þess sem bærinn hefur látið gera er að setja upp sérstök skilti til að reyna að draga úr umferðarhraða. „Við brugðum því á það óvenjulega ráð að fara í úrbætur þarna hvað varðar öryggi barnanna, sem þarna fara inn á golfvallarsvæðið, með því að við erum þarna í framkvæmdum núna til þess að hægja á umferð þannig að gangandi geti farið öruggari þarna yfir.“ Hann segir mikilvægt að Vegagerðin geri sem fyrst úrbætur. „ Þegar umferð um veg hefur fjór- eða fimmfaldast þá skiptir mjög miklu máli að það liggi fyrir plan að gera við veginn og uppfæra hann. Gera endurbætur á honum að öllu leyti og það er auðvitað fyrst og fremst það sem að við köllum eftir.“ Meðal þess sem rætt hefur verið um er að gera undirgöng undir veginn. Það taki hins vegar tíma. „Annað sem við erum ósátt með í meðhöndlun Vegagerðarinnar er að millitíðinni ber okkur öllum skylda til þess að sjá til þess að öryggi sé tryggt með betri hætti heldur en nú er. Til dæmis með þeim aðgerðum sem að við erum að fara í þarna með gangandi vegfarendur. Það eru fleiri mál þarna. Það eru óþægilega mörg tilvik þarna sem að bílar fara út af og annað þess háttar. Auðvitað verðum við sameiginlega að finna lausnir á því þannig að við endum ekki með einhver leiðindaatvik þarna umfram það sem þegar er orðið.“ Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Íbúar í Urriðaholti í Garðabæ óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi þar nærri. Til að komast á golfvöllinn þurfa börnin að fara yfir Elliðavatnsveg eða Flóttamannaleið. Umferð um veginn er þung og vegurinn illa farinn. Faðir sem fréttastofa ræddi við í gær sagðist til að mynda ekki þora að senda stálpuð börn sín ein á æfingar vegna slysahættu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir veginn í eigu Vegagerðarinnar en engu að síður hafi bærinn gert ýmislegt til að reyna að bæta ástandið. „Við tökum að sjálfsögðu heilshugar undir áhyggjur okkar íbúa og höfum í raunog veru gert svo misserum skiptir. Því að Flóttamannavegurinn sem að Vegagerðin sér um og á er ekki í góðu ástandi. Þannig við höfum krafið þau um úrbætur sem okkur þykja ganga hægt og það endurspeglast í þessu máli.“ Á meðal þess sem bærinn hefur látið gera er að setja upp sérstök skilti til að reyna að draga úr umferðarhraða. „Við brugðum því á það óvenjulega ráð að fara í úrbætur þarna hvað varðar öryggi barnanna, sem þarna fara inn á golfvallarsvæðið, með því að við erum þarna í framkvæmdum núna til þess að hægja á umferð þannig að gangandi geti farið öruggari þarna yfir.“ Hann segir mikilvægt að Vegagerðin geri sem fyrst úrbætur. „ Þegar umferð um veg hefur fjór- eða fimmfaldast þá skiptir mjög miklu máli að það liggi fyrir plan að gera við veginn og uppfæra hann. Gera endurbætur á honum að öllu leyti og það er auðvitað fyrst og fremst það sem að við köllum eftir.“ Meðal þess sem rætt hefur verið um er að gera undirgöng undir veginn. Það taki hins vegar tíma. „Annað sem við erum ósátt með í meðhöndlun Vegagerðarinnar er að millitíðinni ber okkur öllum skylda til þess að sjá til þess að öryggi sé tryggt með betri hætti heldur en nú er. Til dæmis með þeim aðgerðum sem að við erum að fara í þarna með gangandi vegfarendur. Það eru fleiri mál þarna. Það eru óþægilega mörg tilvik þarna sem að bílar fara út af og annað þess háttar. Auðvitað verðum við sameiginlega að finna lausnir á því þannig að við endum ekki með einhver leiðindaatvik þarna umfram það sem þegar er orðið.“
Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira