Lífið

Heiður Ósk og Davíð eru nýtt par

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ástin virðist blómstra á milli Heiðar og Davíðs Rúnars.
Ástin virðist blómstra á milli Heiðar og Davíðs Rúnars. Elísabet Blöndal

Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, eru nýtt par. 

Heiður Ósk og Davíð hafa stungið saman nefjum undanfarið og virðist ástin blómstra á milli þeirra.

Davíð Rúnar lét sig ekki vanta í útgáfuteiti nýrrar fatalínu sinnar heittelskuðu sem var haldið í verslun Andrea by Andrea í Hafnarfirði í gær.  Fatalínan ber heitið Andrea x Heiður og var unnin í sameiningu við Andreu Magnúsdóttur fatahönnuð. 

Það sem einkennir þær er mjúk blúnda úr teygjanlegu efni sem umvefur líkamann og koma flíkurnar í mörgum stærðum. Fatalínan, stærðir og veislan sjálf var að sjálfsögðu með mjög „Heiðar-legu“ ívafi.

Heiður Ósk er einn færasti förðunarfræðingur landsins og hefur komið víða við í faginu. Árið 2022 festi hún og Ingunn Sigurðardóttir förðunarfræðingur, kaup á Reykjavík Makeup School sem útskrifar fjöldann allan af förðunarfræðingum árlega.

Nýverið gáfu þær út förðunarlínuna Chili In June sem þær hönnuðu frá grunni, framleiddar á Ítalíu.

Davíð starfar sem yfirþjálfari í hnefaleikum hjá World class og sem landsliðsþjálfari Íslands í hnefaleikum. Hann hefur staðið fyrir stærsta hnefaleikaviðburði Íslands, IceBox, síðastliðin ár með stigvaxandi áhuga landsmanna. Viðburðinn fór fram í Kaplakrika liðna helgi þar sem var fullt út úr dyrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×