Fótbolti

Sir Alex og Mourinho sátu saman á opnunarleik EM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Félagarnir skelltu svona líka skemmtilegri sjálfu áður en leikurinn hófst.
Félagarnir skelltu svona líka skemmtilegri sjálfu áður en leikurinn hófst.

Sir Alex Ferguson og Jose Mourinho elduðu oft grátt silfur saman sem knattspyrnustjórar en virtust hinir mestu vinir á opnunarleik Evrópumótsins í Þýskalandi. 

Skotland mætti til leiks gegn gestgjöfum Þýskalands. Þar fóru Þjóðverjar með öruggan sigur. 

Það hefur ekki alltaf farið eins vel með mönnum.Adam Davy/PA Images via Getty Images

Sir Alex er auðvitað Skoti og mikill aðdáandi landsliðsins. Hann spilaði fjóra A-landsleiki og skoraði þrjú mörk á sínum tíma sem leikmaður. Þar að auki var hann aðstoðarþjálfari Skotlands á HM 1986, hann tók svo við Manchester United síðar sama ár. 

Mourinho er einnig fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United en hefur stýrt fjölda félaga. Hann var mikill keppinautur Sir Alex og þeir hafa mæst margoft. Sir Alex alltaf hjá United en Mourinho hjá Porto, Chelsea, Inter Milan eða Real Madrid

Þeir virðast hafa grafið allar stríðsaxir og voru báðir léttir á bárunni þegar myndavélar náðu þeim á spjalli á meðan leik stóð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×