Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2024 22:09 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, ræddi þinglok í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sakar ríkisstjórnina um að „slátra“ samgönguáætlun í þágu ráðherrastóla. vísir Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. Bergþór Ólason er á meðal þeirra Miðflokksmanna sem hyggjast leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna stjórnsýslu hennar í kringum hvalveiðileyfi sem gefið var út í vikunni. Hann segir að það kæmi ekki á óvart að einhverjir þingmenn stjórnarflokkanna myndu styðja vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bjarkey óttast ekki tillöguna. „Alls ekki,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. „Mér finnst líka áhugavert að flokkur sem er hlynntur hvalveiðum, skuli fara að leggja fram vantraust á ráðherra sem gaf út hvalveiðileyfi,“ sagði Bjarkey ennfremur. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Hún ætlar sjálf ekki að íhuga það að styðja tillöguna, þó að flokkur hennar hafi haft áhyggjur af stjórnsýslunni í kringum hvalveiðarnar undanfarið. „Þetta leyfi núna, vissulega farið að lögum en tók langan tíma. En við eigum eftir að ræða þetta.“ Spurð hvernig það miði að semja um þinglok milli stjórnarflokka segir Hildur: „Það miðar bara ágætlega. Við höfum verið í þessari vinnu núna, að horfa á hvar mál eru stödd í nefnd og hvað sé raunhæft að klára. Síðan þarf aðeins að miðla málum í nokkrum til viðbótar. Við eigum von á því að geta kynnt stjórnarandstöðunni lokalista bara mjög fljótlega eftir helgi.“ Málið dó til þess að ráðherrastólarnir brotni ekki Stjórnarandstaðan hefur sakað ríkisstjórn um að hægagang í ýmsum málum líkt og samgöngu- og fjármálaáætlun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnarflokkana til að mynda „slátra samgönguáætlun“ í kvöld. „Það var eitt stærsta mál þessa þings, sem við höfðum unnið að síðan í október. Þar með dó enn eitt málið fyrir þann málstað að ráðherrastólarnir brotni ekki. Rifrildið um forgangsröðun samgönguframkvæmda varð svo mikið að niðurstaða formanna flokkanna varð sú að gera bara ekkert,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þorbjörg er varaformaður samgöngunefndar og vísar til vinnu nefndarinnar frá því í október þar sem gert var ráð fyrir rúmum 900 milljörðum króna í samgöngur. Hildur Sverris var spurð út í þessi fyrrgreind mál, og hvort tekist væri á um þau innan stjórnarflokka. „Þetta er allt undir, það er best að segja það. En við sjáum fyrir endann á þessu og það er eðlilegt að þingstörfin gangi, eigum við að segja, ekki hratt fyrir sig þegar þetta er enn í samningafasa hér í húsinu. Það er bara eðlilegt.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Samgöngur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Bergþór Ólason er á meðal þeirra Miðflokksmanna sem hyggjast leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna stjórnsýslu hennar í kringum hvalveiðileyfi sem gefið var út í vikunni. Hann segir að það kæmi ekki á óvart að einhverjir þingmenn stjórnarflokkanna myndu styðja vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bjarkey óttast ekki tillöguna. „Alls ekki,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. „Mér finnst líka áhugavert að flokkur sem er hlynntur hvalveiðum, skuli fara að leggja fram vantraust á ráðherra sem gaf út hvalveiðileyfi,“ sagði Bjarkey ennfremur. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Hún ætlar sjálf ekki að íhuga það að styðja tillöguna, þó að flokkur hennar hafi haft áhyggjur af stjórnsýslunni í kringum hvalveiðarnar undanfarið. „Þetta leyfi núna, vissulega farið að lögum en tók langan tíma. En við eigum eftir að ræða þetta.“ Spurð hvernig það miði að semja um þinglok milli stjórnarflokka segir Hildur: „Það miðar bara ágætlega. Við höfum verið í þessari vinnu núna, að horfa á hvar mál eru stödd í nefnd og hvað sé raunhæft að klára. Síðan þarf aðeins að miðla málum í nokkrum til viðbótar. Við eigum von á því að geta kynnt stjórnarandstöðunni lokalista bara mjög fljótlega eftir helgi.“ Málið dó til þess að ráðherrastólarnir brotni ekki Stjórnarandstaðan hefur sakað ríkisstjórn um að hægagang í ýmsum málum líkt og samgöngu- og fjármálaáætlun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnarflokkana til að mynda „slátra samgönguáætlun“ í kvöld. „Það var eitt stærsta mál þessa þings, sem við höfðum unnið að síðan í október. Þar með dó enn eitt málið fyrir þann málstað að ráðherrastólarnir brotni ekki. Rifrildið um forgangsröðun samgönguframkvæmda varð svo mikið að niðurstaða formanna flokkanna varð sú að gera bara ekkert,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þorbjörg er varaformaður samgöngunefndar og vísar til vinnu nefndarinnar frá því í október þar sem gert var ráð fyrir rúmum 900 milljörðum króna í samgöngur. Hildur Sverris var spurð út í þessi fyrrgreind mál, og hvort tekist væri á um þau innan stjórnarflokka. „Þetta er allt undir, það er best að segja það. En við sjáum fyrir endann á þessu og það er eðlilegt að þingstörfin gangi, eigum við að segja, ekki hratt fyrir sig þegar þetta er enn í samningafasa hér í húsinu. Það er bara eðlilegt.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Samgöngur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira