Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2024 08:07 Vladimír Pútín Rússlandsforseti kynnti ályktun sína í utanríkisráðuneyti Rússa í gær. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. Vopnahléskröfur Pútíns komu á sama tíma og erindrekar níutíu landa funduðu í Sviss til að koma sér saman um friðaráætlun undir stjórn vestrænna landa. Rússlandi var ekki boðið að senda fulltrúa á fundinn og telst því líklegt að Pútín hafi lagt fram þessar kröfur til að spilla fyrir fundinum. Þessir uppfærðu skilmálar Pútíns um stríðslok eru þeir fyrstu sem hann setur opinberlega frá upphafi stríðsins í febrúar 2022, þegar hann hóf innrás inn í landið og krafðist stjórnarbreytinga í Kænugarði og afvopnunar landsins. Volodimír Selenskí sagði að ekki væri hægt að treysta tilboði Rússlandsforseta og að Pútín myndi ekki stöðva árásir sínar í Úkraínu þrátt fyrir að Úkraína uppfyllti öll vopnahlésskilyrði. Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Pútín ekki í neinni stöðu til að gera slíkar kröfur til Úkraínu og hann gæti sjálfur bundið enda á stríðið strax í dag ef hann vildi. Aðrar kröfur Pútíns til Úkraínu voru að úkraínskir hermenn yfirgæfu héröðin Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia og að þeim yrði lýst yfir sem rússnesk yfirráðasvæði. „Um leið og Kænugarður er hefur ákveðið sig, hefur raunverulegan brottflutning hersveita frá þessum svæðum og lýsir formlega yfir að umsókn um inngöngu í Atlantshafsbandalagið, munum við samstundis fyrirskipa vopnahlé og hefja samningaviðreæður,“ sagði Pútín í ávarpinu þegar hann setti Úkraínu kröfurnar. Þá krafðist hann þess að vestrænu ríkin féllu frá öllum fjárhagslegum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem foesenda fyrir vopnahléi. Bandaríkin juku í vikunni við fjárhagslegar refsiaðgerðir gegn rússneska bankakerfinu og rússnesku kauphöllinni. NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53 Hótar því að sjá öðrum fyrir vopnum til að gera árásir á Vesturlönd Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að Rússar gætu séð öðrum ríkjum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á vestræn ríki. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Rounds staðfesti í gær að bandarísk vopn hefðu verið notuð í árásum á Rússland. 6. júní 2024 06:53 Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Vopnahléskröfur Pútíns komu á sama tíma og erindrekar níutíu landa funduðu í Sviss til að koma sér saman um friðaráætlun undir stjórn vestrænna landa. Rússlandi var ekki boðið að senda fulltrúa á fundinn og telst því líklegt að Pútín hafi lagt fram þessar kröfur til að spilla fyrir fundinum. Þessir uppfærðu skilmálar Pútíns um stríðslok eru þeir fyrstu sem hann setur opinberlega frá upphafi stríðsins í febrúar 2022, þegar hann hóf innrás inn í landið og krafðist stjórnarbreytinga í Kænugarði og afvopnunar landsins. Volodimír Selenskí sagði að ekki væri hægt að treysta tilboði Rússlandsforseta og að Pútín myndi ekki stöðva árásir sínar í Úkraínu þrátt fyrir að Úkraína uppfyllti öll vopnahlésskilyrði. Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Pútín ekki í neinni stöðu til að gera slíkar kröfur til Úkraínu og hann gæti sjálfur bundið enda á stríðið strax í dag ef hann vildi. Aðrar kröfur Pútíns til Úkraínu voru að úkraínskir hermenn yfirgæfu héröðin Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia og að þeim yrði lýst yfir sem rússnesk yfirráðasvæði. „Um leið og Kænugarður er hefur ákveðið sig, hefur raunverulegan brottflutning hersveita frá þessum svæðum og lýsir formlega yfir að umsókn um inngöngu í Atlantshafsbandalagið, munum við samstundis fyrirskipa vopnahlé og hefja samningaviðreæður,“ sagði Pútín í ávarpinu þegar hann setti Úkraínu kröfurnar. Þá krafðist hann þess að vestrænu ríkin féllu frá öllum fjárhagslegum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem foesenda fyrir vopnahléi. Bandaríkin juku í vikunni við fjárhagslegar refsiaðgerðir gegn rússneska bankakerfinu og rússnesku kauphöllinni.
NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53 Hótar því að sjá öðrum fyrir vopnum til að gera árásir á Vesturlönd Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að Rússar gætu séð öðrum ríkjum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á vestræn ríki. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Rounds staðfesti í gær að bandarísk vopn hefðu verið notuð í árásum á Rússland. 6. júní 2024 06:53 Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53
Hótar því að sjá öðrum fyrir vopnum til að gera árásir á Vesturlönd Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að Rússar gætu séð öðrum ríkjum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á vestræn ríki. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Rounds staðfesti í gær að bandarísk vopn hefðu verið notuð í árásum á Rússland. 6. júní 2024 06:53
Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45