Þá verður rætt við formann Ungra umhverfissinna, sem segir ýmislegt við nýboðaðan aðgerðapakka stjórnvalda í loftslagsmálum skjóta skökku við. Eins segir hann ráðherra hafa farið með rangt mál þegar aðgerðir voru kynntar í gær.
Og í hádegisfréttum fáum við að heyra í Bláa hernum, sem hefur það að markmiði að hreinsa upp strendur landsins. Eins kíkjum við til Vestmannaeyja, þar sem Pæjumótið nær hápunkti í dag.