Fótbolti

Sjáðu mörkin: Sviss byrjar af krafti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Breel Embolo gulltryggði sigurinn.
Breel Embolo gulltryggði sigurinn. AP Photo/Darko Vojinovic

Sviss byrjar Evrópumót karla í fótbolta svo sannarlega af krafti. Liðið vann sannfærandi 3-1 sigur á Ungverjalandi í A-riðli. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum.

Kwadwo Duah kom Sviss yfir eftir tólf mínútna leik og Michel Aebischer tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Barnabas Varga minnkaði muninn fyrir Ungverjaland á 66. mínútu en Breel Embolo gerði út um leikinn þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 

Sviss og Þýskaland eru því með þrjú stig þegar öll lið í A-riðli hafa spilað einn leik. Ungverjaland og Skotland eru hins vegar án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×