Fótbolti

Sjáðu fljótasta mark í sögu EM og endur­komu Ítalíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nedim Bajrami kom Albaníu yfir með fljótasta marki í sögu EM.
Nedim Bajrami kom Albaníu yfir með fljótasta marki í sögu EM. Edith Geuppert/Getty Images

Albanía skoraði fljótasta mark í sögu EM en það dugði ekki til því Ítalía svaraði með tveimur mörkum og vann leik liðanna þegar þau mættust í B-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan en staðan í riðlinum að einni umferð lokinni er þannig að Ítalía og Spánn eru með þrjú stig á meðan Króatía og Albanía eru án stiga.


Tengdar fréttir

Ítalía kom til baka gegn Albaníu

Ítalía hefur Evrópumót karla í knattspyrnu á 2-1 sigri á Albaníu eftir að lenda undir á fyrstu mínútu. Um var að ræða fljótasta mark í sögu EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×