Fótbolti

Neituðu launa­hækkun til að tryggja kvenna­lands­liðinu sömu laun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Christian Eriksen, fyrirliði Danmerkur og leikmaður Manchester United, var meðal þeirra sem var viðstaddur kjaraviðræðurnar.
Christian Eriksen, fyrirliði Danmerkur og leikmaður Manchester United, var meðal þeirra sem var viðstaddur kjaraviðræðurnar. Liselotte Sabroe/AP

Danska karlalandsliðið í knattspyrnu neitaði launahækkun frá danska knattspyrnusambandinu til að tryggja að kvennalandslið Danmerkur fengi sömu laun og þeir.

Nýr fjögurra ára samningur danska knattspyrnusambandsins tryggir að karlar og konur fái jafnvel borgað fyrir að spila fyrir danska landsliðið. Leikmannasamtökin FIFPRO staðfesta að til að fá þetta í gegn hafi karlalandsliðið neitað launahækkun.

„Karlaliðið ákvað að breyta engu í núverandi samningi sínum. Þetta mun hjálpa til við að bæta aðstæður kvennaliðsins. Í stað þess að reyna bæta eigin kjör ákváðu þeir að styðja kvennalandsliðið,“ segir Michael Hansen, framkvæmdastjóri leikmannasamtaka Danmerkur.

Leikmenn karlalandsliðs Danmerkur voru samkvæmt frétt The Athletic allir á sama báti þegar kom að ákvörðuninni. Samningurinn tekur gildi að EM loknu og gildir til ársins 2028.

Danmörk hefur leik á EM í Þýskalandi í dag þegar liðið mætir Slóveníu. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×