Fann gamlan vin í leit sinni að nýju og breyttu lífi Aron Guðmundsson skrifar 17. júní 2024 09:01 Friðrik Ingi Rúnarsson Vísir/Arnar Halldórsson Líkt og við sögðum frá fyrr í vikunni snýr þjálfarinn sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, nú aftur í þjálfun og tekur við þreföldu meistaraliði Keflavíkur í körfubolta. Að baki eru afar erfiðir og krefjandi tímar sem hafa haft sitt að segja um fjarveru Friðriks frá boltanum. Starfið hjá Keflavík markar endurkomu Friðriks Inga í þjálfun en hann hefur ekki þjálfað lið síðan árið 2022. Fyrir því er gild ástæða en Friðrik og fjölskylda hans fengu á sínum tíma í hendurnar ógnarstórt verkefni þegar að eiginkona hans og lífsförunautur til þrjátíu og fimm ára, Anna Þórunn Sigurjónsdóttir greindist með krabbamein. Friðrik og Anna Þórunn með börnunum sínum tvemur á góðri stundu.Aðsend mynd Á stundum sem þessum verður lífið mun meira og stærra en körfubolti eða íþróttir og stóðu Friðrik Ingi og börnin þeirra tvö þétt við bakið á sinni konu. Eftir hetjulega baráttu við meinið kvaddi Anna Þórunn þessa jarðvist á síðasta ári. Svona lífsreynsla, viðlíka áfall, hefur áhrif á fólk. Aðstæður breytast og Friðrik finnur það nú að hann er ekki reiðubúinn að gefa körfuboltann upp á bátinn. Það er eitthvað sem togar í hann. „Einhver yngri útgáfa af mér sem hefur svolítið verið að tala í gegnum mig. Ég svona fer aðeins af sjónarsviðinu eftir að hafa verið með ÍR fyrir tveimur árum síðan. Það komu upp veikindi í fjölskyldunni sem að reyndu svolítið á. Ég þurfti að neita nokkrum liðum sem að leituðu til mín á síðastliðnu tveimur árum þar sem að aðstæður voru bara þannig. Þær voru bara mjög erfiðar og krefjandi.“ „Svo hafa ýmsir fagaðilar, sem ég hef leitað til í minni leit að nýju og breyttu lífi, skorað á mig og sagt mér að það gæti verið mjög gott fyrir mig að láta slag standa og fara aftur í þjálfun. Að því gefnu að ég hafi enn brennandi áhuga og vilja. Hann hefur aldrei horfið í rauninni. Ég er því bara gríðarlega spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni.“ Körfuboltinn hefur aldrei verið langt undan hjá Friðriki. Þjálfarinn sigursæli og reynslumikli, Friðrik Ingi Rúnarsson, hefur nú tekið skrefið aftur inn í þjálfun. Hann er tekinn við þreföldu meistaraliði Keflavíkur.Vísir/Arnar Halldórsson „Ég byrjaði að þjálfa sextán ára gamall. Er 55 ára í dag, 56 ára eftir nokkra daga. Körfuboltinn hefur verið stór hluti af mínu lífi. Ég hef þjálfað bæði karla og kvennaflokka. Ég þjálfaði líka handbolta á mínum yngri árum. Þjálfarinn er mjög ríkur í mér. Það er auðvitað bara þannig að það er erfitt að slíta sig frá þessu. Hausinn á mér er yfirleitt alltaf uppfullur af hugmyndum og pælingum. Þegar að ég horfi á körfubolta þá er hausinn á mér alltaf á fullu að pæla í alls konar taktík og pælingum. Ég hef í rauninni verið þess heiðurs aðnjótandi að vera talsvert innvinklaður í boltann. Vegna þess að það eru margir þjálfarar sem eru að þjálfa í efstu deildum karla og kvenna sem eru ýmist fyrrverandi leikmenn mínir eða aðstoðarþjálfarar. Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir það að þeir leita talsvert til mín. Ég reyni að vera þeim til halds og trausts eins og ég mögulega get.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. 13. júní 2024 10:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Starfið hjá Keflavík markar endurkomu Friðriks Inga í þjálfun en hann hefur ekki þjálfað lið síðan árið 2022. Fyrir því er gild ástæða en Friðrik og fjölskylda hans fengu á sínum tíma í hendurnar ógnarstórt verkefni þegar að eiginkona hans og lífsförunautur til þrjátíu og fimm ára, Anna Þórunn Sigurjónsdóttir greindist með krabbamein. Friðrik og Anna Þórunn með börnunum sínum tvemur á góðri stundu.Aðsend mynd Á stundum sem þessum verður lífið mun meira og stærra en körfubolti eða íþróttir og stóðu Friðrik Ingi og börnin þeirra tvö þétt við bakið á sinni konu. Eftir hetjulega baráttu við meinið kvaddi Anna Þórunn þessa jarðvist á síðasta ári. Svona lífsreynsla, viðlíka áfall, hefur áhrif á fólk. Aðstæður breytast og Friðrik finnur það nú að hann er ekki reiðubúinn að gefa körfuboltann upp á bátinn. Það er eitthvað sem togar í hann. „Einhver yngri útgáfa af mér sem hefur svolítið verið að tala í gegnum mig. Ég svona fer aðeins af sjónarsviðinu eftir að hafa verið með ÍR fyrir tveimur árum síðan. Það komu upp veikindi í fjölskyldunni sem að reyndu svolítið á. Ég þurfti að neita nokkrum liðum sem að leituðu til mín á síðastliðnu tveimur árum þar sem að aðstæður voru bara þannig. Þær voru bara mjög erfiðar og krefjandi.“ „Svo hafa ýmsir fagaðilar, sem ég hef leitað til í minni leit að nýju og breyttu lífi, skorað á mig og sagt mér að það gæti verið mjög gott fyrir mig að láta slag standa og fara aftur í þjálfun. Að því gefnu að ég hafi enn brennandi áhuga og vilja. Hann hefur aldrei horfið í rauninni. Ég er því bara gríðarlega spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni.“ Körfuboltinn hefur aldrei verið langt undan hjá Friðriki. Þjálfarinn sigursæli og reynslumikli, Friðrik Ingi Rúnarsson, hefur nú tekið skrefið aftur inn í þjálfun. Hann er tekinn við þreföldu meistaraliði Keflavíkur.Vísir/Arnar Halldórsson „Ég byrjaði að þjálfa sextán ára gamall. Er 55 ára í dag, 56 ára eftir nokkra daga. Körfuboltinn hefur verið stór hluti af mínu lífi. Ég hef þjálfað bæði karla og kvennaflokka. Ég þjálfaði líka handbolta á mínum yngri árum. Þjálfarinn er mjög ríkur í mér. Það er auðvitað bara þannig að það er erfitt að slíta sig frá þessu. Hausinn á mér er yfirleitt alltaf uppfullur af hugmyndum og pælingum. Þegar að ég horfi á körfubolta þá er hausinn á mér alltaf á fullu að pæla í alls konar taktík og pælingum. Ég hef í rauninni verið þess heiðurs aðnjótandi að vera talsvert innvinklaður í boltann. Vegna þess að það eru margir þjálfarar sem eru að þjálfa í efstu deildum karla og kvenna sem eru ýmist fyrrverandi leikmenn mínir eða aðstoðarþjálfarar. Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir það að þeir leita talsvert til mín. Ég reyni að vera þeim til halds og trausts eins og ég mögulega get.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. 13. júní 2024 10:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. 13. júní 2024 10:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti