Mcllroy missti sigur úr greipum sér og DeChambeau vann opna bandaríska Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júní 2024 22:47 Spennan var gríðarleg eftir að Mcllroy klikkaði á einföldu pútti en DeChambeau stóðst pressuna og stóð uppi sem sigurvegari Gregory Shamus/Getty Images Bryson DeChambeau endaði sex höggum undir pari og vann opna bandaríska meistaramótið í golfi eftir afar dramatískan lokadag. DeChambeau átti frábæran gærdag og var með þriggja högga forystu þegar hringurinn hófst en spilaði ekki eins vel í dag. Forystan færðist formlega til Rory Mcllroy þegar DeChambeau þrípúttaði á 14. holu. Bryson's first three-putt of the championship comes at the WORST time. 😫Rory now leads by 1. pic.twitter.com/UdCJtsFino— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Pressan virtist ná til Mcllroy sem skollaði 15. og 16. holu en þetta var í fyrsta sinn á mótinu sem hann fór tvær holur í röð yfir pari. RORY ALSO THREE-PUTTS 😮McIlroy and DeChambeau are now tied at -6. pic.twitter.com/e9n8G9rRC5— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau átti frábært upphafshögg á 17. holu en tókst ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir fugl og forystu. Spennan var því gríðarleg á 18. holunni. Rory Mcllroy var á undan og horfði á eftir slöku upphafshöggi DeChambeau fljúga utanbrautar en klikkaði sjálfur á sáraeinföldu pútti. Hreinlega grátlegur endir fyrir Norður-Írann. 😱 😱 😱 😱RORY MISSES ON 18.Bryson can win the U.S. Open with a par on 18. pic.twitter.com/lSk0ZzzZK2— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau tók þannig eins höggs forystu en var sjálfur í mjög erfiðri stöðu utan brautarinnar. Boltinn lá við trjárætur, kylfingurinn þurfti að beygja sig langt niður í sveifluna og boltinn endaði í sandgryfju fjörtíu metra frá. Þá átti DeChambeau algjört draumahögg og setti sjálfan sig upp til sigurs. THE BUNKER SHOT OF HIS CAREER!@b_dechambeau has this putt left to win the U.S. Open! pic.twitter.com/Vleb6k6PvO— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Spennan var gríðarleg þegar hann stillti upp og setti svo niður stutt pútt til sigurs. DeChambeau stóðst pressuna og fagnaði sigri á mótinu í annað sinn á ferlinum en tíu ára bið Mcllroy eftir risamótstitli lengist enn. ANOTHER ONE! 🏆@b_dechambeau has won the 124th U.S. Open Championship! pic.twitter.com/rzxg7eiDMc— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
DeChambeau átti frábæran gærdag og var með þriggja högga forystu þegar hringurinn hófst en spilaði ekki eins vel í dag. Forystan færðist formlega til Rory Mcllroy þegar DeChambeau þrípúttaði á 14. holu. Bryson's first three-putt of the championship comes at the WORST time. 😫Rory now leads by 1. pic.twitter.com/UdCJtsFino— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Pressan virtist ná til Mcllroy sem skollaði 15. og 16. holu en þetta var í fyrsta sinn á mótinu sem hann fór tvær holur í röð yfir pari. RORY ALSO THREE-PUTTS 😮McIlroy and DeChambeau are now tied at -6. pic.twitter.com/e9n8G9rRC5— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau átti frábært upphafshögg á 17. holu en tókst ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir fugl og forystu. Spennan var því gríðarleg á 18. holunni. Rory Mcllroy var á undan og horfði á eftir slöku upphafshöggi DeChambeau fljúga utanbrautar en klikkaði sjálfur á sáraeinföldu pútti. Hreinlega grátlegur endir fyrir Norður-Írann. 😱 😱 😱 😱RORY MISSES ON 18.Bryson can win the U.S. Open with a par on 18. pic.twitter.com/lSk0ZzzZK2— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau tók þannig eins höggs forystu en var sjálfur í mjög erfiðri stöðu utan brautarinnar. Boltinn lá við trjárætur, kylfingurinn þurfti að beygja sig langt niður í sveifluna og boltinn endaði í sandgryfju fjörtíu metra frá. Þá átti DeChambeau algjört draumahögg og setti sjálfan sig upp til sigurs. THE BUNKER SHOT OF HIS CAREER!@b_dechambeau has this putt left to win the U.S. Open! pic.twitter.com/Vleb6k6PvO— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Spennan var gríðarleg þegar hann stillti upp og setti svo niður stutt pútt til sigurs. DeChambeau stóðst pressuna og fagnaði sigri á mótinu í annað sinn á ferlinum en tíu ára bið Mcllroy eftir risamótstitli lengist enn. ANOTHER ONE! 🏆@b_dechambeau has won the 124th U.S. Open Championship! pic.twitter.com/rzxg7eiDMc— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira