Yfir 500 manns hafa skrifað undir lista þar sem skorað er á Sjúkratryggirnar Íslands að semja um læknisþjónustu á Akureyri við heimilislæknana Guðrúnu Dóru Clarke og Val Helga Kristinsson eftir að starfsemi þeirra í bænum var stöðvuð tímabundið. Rætt verður við skjólstæðing annars þeirra.
Bæjarfulltrúi í Garðabæ segist hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Hann treystir flokknum ekki lengur í mannréttindamálum.
Þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land í dag auk þess sem 80 ára afmæli lýðveldisins er fagnað. Margrét Björk fréttamaður verður í beinni frá Austurvelli.