Lífið

Bjuggu til 47 síðna EM hefti til að dunda við

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Pálína Kroknes Jóhannsdóttir, grunnskólakennari í Flóaskóla í Flóahreppi við tölvuna sína að vinna við nýjasta verkefnið sitt.
Pálína Kroknes Jóhannsdóttir, grunnskólakennari í Flóaskóla í Flóahreppi við tölvuna sína að vinna við nýjasta verkefnið sitt. Aðsend

Pálína Kroknes Jóhannsdóttir, grunnskólakennari í Flóaskóla í Flóahreppi í samstarfi við ungan Eyjamann, Kristófer Daða Viktorsson, 9 ára hafa gert „EM 24 verkefnahefti” í tengslum við Evrópukeppnina í knattspyrnu.

„Heftið er 47 síður og þar er margt hægt að dunda við til að gera EM 24 enn skemmtilegra. Heftið er hægt að nálgast á heimasíðu minni og kostar 7 evrur eða 1000 krónur að fá sendan hlekk til niðurhals,” segir Pálína hæstánægð með góðar viðtökur, sem þau Kristófer Daði hafa fengið við uppátækinu.

Heimasíða Pálinu Kroknes

Kristófer Daði Viktorsson, 9 ára Vestmannaeyingur, sem hefur unnið HM verkefnið með Pálínu en hann er sonur Viktors Jónmundssonar, rótara og Hrafnhildar Skúladóttur, fyrrverandi landsliðskonu í handbolta.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Pálína er líka mikil hannyrðakona en hún er með sérstaka „Selfossvettlinga“ í framleiðslu eftir uppskrift frá sjálfri sér.Aðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.