Þjófar fagna Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 19. júní 2024 08:01 Í dag eru 109 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum á Íslandi. Að konur hafi ekki haft kosningarétt er í tómarúmi rökleysa en rökrétt ef skoðað út frá ríkjandi valdastrúktúrum síðastliðinna árþúsunda, það er feðraveldinu. Konur eiga nefnilega samkvæmt feðraveldinu ekki að sækjast eftir áhrifum eða völdum, ekki einu sinni yfir eigin líkama. Í bók sinni Women and Other Monster fer Jess Zimmerman í nokkrum ritgerðum yfir kvenpersónur í grískri goðafræði sem oft eru skrímsli. Hún sýnir vel fram á að þessi undirstaða vestræns gildismats hefur litið á konur sem búa yfir þekkingu, reynslu eða hæfileikum á einhverju sviði öðru en umönnun sem alvarlega ógn við ráðandi valdastrúktur karlmanna, feðraveldið. Margar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna konur eru ekki fleiri í áhrifastöðum en sjaldan hefur verið talað um þær innri og ytri hindranir sem konur og kvár upplifa vegna þjófkenningar. Zimmerman skoðar í bók sinni hvernig konur og kvár sem sækjast eftir viðurkenningu á list sinni, hátt launuðum störfum, kjöri í valdamikil embætti eða jafnvel fullum yfirráðum yfir líkama sínum eru í raun álitin þjófar. Þau eru með athæfi sínu að stela því sem er í raun karlmanna. Ef kona fær hátt launaða stöðu er hún að mati feðraveldisins, að taka það sem karlmanni ber að fá. Ef hún hlýtur eftirsóknarverð verðlaun á sviði lista hefur hún hrifsað þau af karlmanni. Dirfist kvár að sýna mikinn metnað og sækjast eftir valdamiklum embættum er um ásetning um að stela af karlmanni að ræða. Ætli kona sér að ákveða sjálf hvort hún stundar kynlíf er hún að ræna af karlmanni möguleikanum til að njóta þess sem er hans. Þetta grunndvallarviðhorf feðraveldisins, að konur og kvár sem vilja komast til áhrifa, hljóta viðurkenningu eða ráða sér sjálf séu þjófar, er skv. Zimmerman inngróin í næstum allt og alla í vestrænu samfélagi og veldur því að konum og kvárum er ýtt þjösnalega í burtu frá öllum slíkum ævintýrum. Auðvitað eiga konur að hafa kosningarétt en það er líka ljóst að ríkjandi valdakerfi streitist harkalega á móti jafnrétti, m.a. með því að skrímslavæða og þjófkenna þau sem vilja hljóta viðurkenningu og völd. Þess vegna fögnum við því sem er sjálfsagt á 109 ára afmæli kosningaréttar kvenna og vonum að 109 árum liðnum muni þjófkenningar minnihlutahópa sem sækja sinn sjálfsagða rétt vera gleymdar. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Mannréttindi Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 109 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum á Íslandi. Að konur hafi ekki haft kosningarétt er í tómarúmi rökleysa en rökrétt ef skoðað út frá ríkjandi valdastrúktúrum síðastliðinna árþúsunda, það er feðraveldinu. Konur eiga nefnilega samkvæmt feðraveldinu ekki að sækjast eftir áhrifum eða völdum, ekki einu sinni yfir eigin líkama. Í bók sinni Women and Other Monster fer Jess Zimmerman í nokkrum ritgerðum yfir kvenpersónur í grískri goðafræði sem oft eru skrímsli. Hún sýnir vel fram á að þessi undirstaða vestræns gildismats hefur litið á konur sem búa yfir þekkingu, reynslu eða hæfileikum á einhverju sviði öðru en umönnun sem alvarlega ógn við ráðandi valdastrúktur karlmanna, feðraveldið. Margar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna konur eru ekki fleiri í áhrifastöðum en sjaldan hefur verið talað um þær innri og ytri hindranir sem konur og kvár upplifa vegna þjófkenningar. Zimmerman skoðar í bók sinni hvernig konur og kvár sem sækjast eftir viðurkenningu á list sinni, hátt launuðum störfum, kjöri í valdamikil embætti eða jafnvel fullum yfirráðum yfir líkama sínum eru í raun álitin þjófar. Þau eru með athæfi sínu að stela því sem er í raun karlmanna. Ef kona fær hátt launaða stöðu er hún að mati feðraveldisins, að taka það sem karlmanni ber að fá. Ef hún hlýtur eftirsóknarverð verðlaun á sviði lista hefur hún hrifsað þau af karlmanni. Dirfist kvár að sýna mikinn metnað og sækjast eftir valdamiklum embættum er um ásetning um að stela af karlmanni að ræða. Ætli kona sér að ákveða sjálf hvort hún stundar kynlíf er hún að ræna af karlmanni möguleikanum til að njóta þess sem er hans. Þetta grunndvallarviðhorf feðraveldisins, að konur og kvár sem vilja komast til áhrifa, hljóta viðurkenningu eða ráða sér sjálf séu þjófar, er skv. Zimmerman inngróin í næstum allt og alla í vestrænu samfélagi og veldur því að konum og kvárum er ýtt þjösnalega í burtu frá öllum slíkum ævintýrum. Auðvitað eiga konur að hafa kosningarétt en það er líka ljóst að ríkjandi valdakerfi streitist harkalega á móti jafnrétti, m.a. með því að skrímslavæða og þjófkenna þau sem vilja hljóta viðurkenningu og völd. Þess vegna fögnum við því sem er sjálfsagt á 109 ára afmæli kosningaréttar kvenna og vonum að 109 árum liðnum muni þjófkenningar minnihlutahópa sem sækja sinn sjálfsagða rétt vera gleymdar. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun