Brandenburg hreppti Ljónið í Cannes Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júní 2024 19:37 Bragi Valdimar og Arnar Halldórsson tóku við verðlaununum. Brandenburg Auglýsingastofan Brandenburg vann í kvöld bronsverðlaun á Cannes Lions verðlaunahátíðinni fyrir endurmörkunarvinnu á orkudrykknum Egils Orku. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk auglýsingastofa hlýtur Cannes Lions verðlaunin án þess að hafa verið í samstarfi við erlendar stofur. Þetta kemur fram í tilknningu frá Brandenburg. Þar segir að endurmörkunin hafi verið leidd af Arnari Halldórssyni, sköpunarstjóra Brandenburgar, og að lögð hafi verið áhersla á að miðla verkum eftir unga listamenn og skapa þannig vettvang fyrir listtjáningu í slagtogi við vörumerki sem hreyfist á hraða menningar. Áður hefur Björk Guðmundsdóttir hlotið slík verðlaun fyrir sýndarveruleikamyndbandið við lagið Notget en verkefnin Inspired by Iceland og Icelandverse hafa einnig hreppt verðlaun í samstarfi við erlendar auglýsingarstofur. „Að vinna sitt fyrsta ljón gleymist seint, sér í lagi þegar sigurinn er sögulegur. Í kvöld heiðrum við heilt land fyrir að vinna sitt fyrsta ljón í 71 árs sögu keppninar,“ er haft eftir Simon Cook, forstjóra Cannes Lions. Verðlaunin eru veitt fyrir skapandi nálgun á markaðssetningu og auglýsingar. Fjöldi þátttakenda frá hátt í hundrað löndum koma saman á frönsku rívíerunni árlega og hylla bestu skapandi verk ársins. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar og var haldin í 71. skipti í ár. „Á Íslandi blómstrar skapandi hugsun og það eru mikil tækifæri fólgin í að beisla þennan mikla sköpunarkraft og koma honum á framfæri á stóra sviðinu,“ er haft eftir Arnari Halldórssyni, sköpunarstjóra hjá Brandenburg., Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilknningu frá Brandenburg. Þar segir að endurmörkunin hafi verið leidd af Arnari Halldórssyni, sköpunarstjóra Brandenburgar, og að lögð hafi verið áhersla á að miðla verkum eftir unga listamenn og skapa þannig vettvang fyrir listtjáningu í slagtogi við vörumerki sem hreyfist á hraða menningar. Áður hefur Björk Guðmundsdóttir hlotið slík verðlaun fyrir sýndarveruleikamyndbandið við lagið Notget en verkefnin Inspired by Iceland og Icelandverse hafa einnig hreppt verðlaun í samstarfi við erlendar auglýsingarstofur. „Að vinna sitt fyrsta ljón gleymist seint, sér í lagi þegar sigurinn er sögulegur. Í kvöld heiðrum við heilt land fyrir að vinna sitt fyrsta ljón í 71 árs sögu keppninar,“ er haft eftir Simon Cook, forstjóra Cannes Lions. Verðlaunin eru veitt fyrir skapandi nálgun á markaðssetningu og auglýsingar. Fjöldi þátttakenda frá hátt í hundrað löndum koma saman á frönsku rívíerunni árlega og hylla bestu skapandi verk ársins. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar og var haldin í 71. skipti í ár. „Á Íslandi blómstrar skapandi hugsun og það eru mikil tækifæri fólgin í að beisla þennan mikla sköpunarkraft og koma honum á framfæri á stóra sviðinu,“ er haft eftir Arnari Halldórssyni, sköpunarstjóra hjá Brandenburg.,
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira