Fótbolti

„Fannst ég bregðast heilli þjóð“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Max Wöber sást gráta eftir leikinn þar sem Frakkarnir unnu á sjálfsmarki hans.
Max Wöber sást gráta eftir leikinn þar sem Frakkarnir unnu á sjálfsmarki hans. Getty/Ian MacNicol

Austurríkismaðurinn Maximilian Wöber átti erfitt með tilfinningar sínar í gær þrátt fyrir að það væri næstum því sólarhringur síðan hann tryggði Frökkum sigur með því að skalla boltann í eigið mark.

Þegar Wöber hitti blaðamenn daginn eftir þá barðist þessi 26 ára gamli leikmaður Leeds United við tárin. „Þú ert orðinn að skúrki þjóðar þinnar,“ sagði Maximilian Wöber.

„Eftir svona leik, þar sem þú klúðrar leik á EM fyrir þjóð þína þá er mikilvægt að stíga fram strax svo að þú getir komist sem fyrst yfir þetta,“ sagði Wöber en Kronen Zeitung segir frá. Hann mætti í viðtöl daginn eftir og fékk hrós hjá mörgum fyrir hugrekkið.

„Ég sá boltann mjög seint, brást við af eðlishvötinni einni saman og náði einhvern veginn að setja hausinn í boltann. Eftiráhyggja þá var þetta án efa slæm ákvörðun,“ sagði Wöber.

„Þetta var mjög svekkjandi kvöld fyrir mig persónulega með miklum bit­ur­leika. Ég átti mjög erfitt með tilfinningarnar eftir leikinn. Ég hef aldrei upplifað slíkt áður af því að mér fannst ég bregðast heilli þjóð,“ sagði Wöber.

„Nú hef ég haft alla nótt­ina til þess að vinna úr þessu. Liðsfé­lag­ar mín­ir og þjálf­arat­eymið, fjöl­skyld­an og vin­ir komu mér aft­ur á rétta braut. Eft­ir svefn­lausa nótt þá get ég nú hlegið að sumum ljós­mynd­um og gríni á netinu,“ sagði Wöber.

Wöber og félagar stóðu sig vel á móti sterku liði Frakka en urðu að sætta sig við 1-0 tap.

Næsti leikur liðsins er á móti Póllandi á föstudaginn en lokaleikurinn er síðan á móti Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×