„Þetta er nú ekki jafnslæmt og í Noregi!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2024 11:39 Denys og Harry Hughes hjón frá Liverpool báru Íslandi ákaflega vel söguna. Ferðamenn sem áttu leið um miðborgina í dag mæla allir heilshugar með Íslandi og eiga erfitt með að skilja þverrandi áhuga á landinu sem ferðamannastað. Inntir eftir því hvað mætti betur fara nefndu ferðamennirnir þó allir það sama; verðlagið. Ísland er að detta úr tísku. Þetta kom fram í fréttum hér á Stöð 2 í gær. Þverrandi leitaráhugi Breta á Íslandi sagður staðfesta graflvarlega stöðu í ferðamennskunni hér á landi. En hvað veldur? Viðmælandi kvöldfrétta sagði stjórnvöld þurfa að herða sig í markaðssetningu en aðrir hafa bent á að íslenskt verðlag gæti haft eitthvað með málið að gera, nýjasta eftirtektarverða dæmið má finna hér. Nú, eða samgöngumálin; ástralskur ferðamaður sem fann sig knúinn til að ganga út á Keflavíkurflugvöll rataði nýverið í heimsfréttirnar. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag voru þó jákvæðnin uppmáluð, allir hæstánægðir með náttúrufegurðina og viðmótsþýða heimamenn. Glenys Dyer Hughes og Harry Hughes, hjón frá Liverpool sem oft hafa komið til Íslands, báru jafnframt íslenskri salernismenningu sérstaklega vel söguna. „Þegar maður er nýkominn af skipinu og þarf nauðsynlega að komast á salernið er manni sjaldnast hleypt inn,“ sagði Glenys, sem einmitt var nýstigin niður úr skemmtiferðaskipi og naut útsýnisins yfir Tjörnina ásamt eiginmanninum. „Hér er manni hleypt inn,“ skaut Harry inn í. Glenys greip boltann á ný. „Og það er gott. Við vorum að koma út af snyrtingu og hún var mjög góð!“ Eins og aðrir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við nefndu þau hjónin að Ísland væri ansi dýrt land, í það minnsta dýrara en heimalandið Bretland. „Þetta er nú ekki eins slæmt og í Noregi. Þar er ekki hægt að versla sökum dýrtíðar!“ sagði Glenys. Viðtöl við Glenys, Harry og ferðamennina Vito, Eugene, Shannon og Juliette úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Ísland er að detta úr tísku. Þetta kom fram í fréttum hér á Stöð 2 í gær. Þverrandi leitaráhugi Breta á Íslandi sagður staðfesta graflvarlega stöðu í ferðamennskunni hér á landi. En hvað veldur? Viðmælandi kvöldfrétta sagði stjórnvöld þurfa að herða sig í markaðssetningu en aðrir hafa bent á að íslenskt verðlag gæti haft eitthvað með málið að gera, nýjasta eftirtektarverða dæmið má finna hér. Nú, eða samgöngumálin; ástralskur ferðamaður sem fann sig knúinn til að ganga út á Keflavíkurflugvöll rataði nýverið í heimsfréttirnar. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag voru þó jákvæðnin uppmáluð, allir hæstánægðir með náttúrufegurðina og viðmótsþýða heimamenn. Glenys Dyer Hughes og Harry Hughes, hjón frá Liverpool sem oft hafa komið til Íslands, báru jafnframt íslenskri salernismenningu sérstaklega vel söguna. „Þegar maður er nýkominn af skipinu og þarf nauðsynlega að komast á salernið er manni sjaldnast hleypt inn,“ sagði Glenys, sem einmitt var nýstigin niður úr skemmtiferðaskipi og naut útsýnisins yfir Tjörnina ásamt eiginmanninum. „Hér er manni hleypt inn,“ skaut Harry inn í. Glenys greip boltann á ný. „Og það er gott. Við vorum að koma út af snyrtingu og hún var mjög góð!“ Eins og aðrir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við nefndu þau hjónin að Ísland væri ansi dýrt land, í það minnsta dýrara en heimalandið Bretland. „Þetta er nú ekki eins slæmt og í Noregi. Þar er ekki hægt að versla sökum dýrtíðar!“ sagði Glenys. Viðtöl við Glenys, Harry og ferðamennina Vito, Eugene, Shannon og Juliette úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 18. júní 2024 21:01
Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00
Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35