Lýtalæknir handtekinn hálfu ári eftir að eiginkonan lést eftir aðgerð Árni Sæberg skrifar 19. júní 2024 17:35 Benjamin Jacob Brown framkvæmir sennilega ekki lýtaaðgerðir á næstunni. Lögreglan í Santa Rosa-sýslu Benjamin Jacob Brown, lýtalæknir í Flórída í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa drepið eiginkonu sína af gáleysi í nóvember í fyrra. Í frétt CBS um málið segir að lögreglumenn hafi verið kallaðir til þann 21. nóvember síðastliðinn að læknastofu Browns. Þar hafi þeir fundið Hillary Ellington Brown, eiginkonu læknisins, í hjartastoppi og komið henni undir læknishendur. Hún hafi verið sett í öndunarvél en látist viku síðar. Lögreglan í Santa Rosa-sýslu tilkynnti á mánudag að Brown hefði verið handtekinn eftir ítarlega rannsókn á andláti eiginkonu hans. Fékk verkjalyfseitrun Í frétt Pensacola News Journal segir að Hillary hafi greinst með eitrun af völdum verkjalyfsins Lidokain eftir aðgerð sem maðurinn hennar framkvæmdi. Aðgerðin hafi falið í sér lagfæringu á vöðva, fegrunaraðgerð vegna öra á kvið, fitusog úr handlegg og varafyllingu. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda í Flórída hafi bent til þess að Brown hafi ekki hringt á neyðarlínuna um leið og eiginkona hans missti meðvitund og ekki hafið fyrstu hjálp fyrr en minnst tíu mínútum síðar. Þá hafi Brown framkvæmt óleyfilegar aðgerðir á skjólstæðingum sínum og ekki fylgt reglum um sótthreinsun. Fórnaði sér svo læknirinn gæti ekki skaðað aðra Í frétt Pensacola News Journal er haft eftir Marty Ellington, föður Hillary, að Brown hafi valdið fjölskyldu hans ævarandi sorg með kæruleysi hans. „Egó hans og hroki urðu neyð hennar yfirsterkari og lengdu þann tíma sem hún þjáðist af súrefnisskorti í heila, sem leiddi til andláts hennar. Ben Brown svipti barnabörn mín móður þeirra, mig einkadótturinni og skærustu stjörnu okkar allra. Hillary fórnaði sér og gjalt fyrir með lífinu, til þess að Ben Brown geti ekki skaðað aðra. Kannski fær hann þá athygli sem hann á skilið í fangelsi. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Sjá meira
Í frétt CBS um málið segir að lögreglumenn hafi verið kallaðir til þann 21. nóvember síðastliðinn að læknastofu Browns. Þar hafi þeir fundið Hillary Ellington Brown, eiginkonu læknisins, í hjartastoppi og komið henni undir læknishendur. Hún hafi verið sett í öndunarvél en látist viku síðar. Lögreglan í Santa Rosa-sýslu tilkynnti á mánudag að Brown hefði verið handtekinn eftir ítarlega rannsókn á andláti eiginkonu hans. Fékk verkjalyfseitrun Í frétt Pensacola News Journal segir að Hillary hafi greinst með eitrun af völdum verkjalyfsins Lidokain eftir aðgerð sem maðurinn hennar framkvæmdi. Aðgerðin hafi falið í sér lagfæringu á vöðva, fegrunaraðgerð vegna öra á kvið, fitusog úr handlegg og varafyllingu. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda í Flórída hafi bent til þess að Brown hafi ekki hringt á neyðarlínuna um leið og eiginkona hans missti meðvitund og ekki hafið fyrstu hjálp fyrr en minnst tíu mínútum síðar. Þá hafi Brown framkvæmt óleyfilegar aðgerðir á skjólstæðingum sínum og ekki fylgt reglum um sótthreinsun. Fórnaði sér svo læknirinn gæti ekki skaðað aðra Í frétt Pensacola News Journal er haft eftir Marty Ellington, föður Hillary, að Brown hafi valdið fjölskyldu hans ævarandi sorg með kæruleysi hans. „Egó hans og hroki urðu neyð hennar yfirsterkari og lengdu þann tíma sem hún þjáðist af súrefnisskorti í heila, sem leiddi til andláts hennar. Ben Brown svipti barnabörn mín móður þeirra, mig einkadótturinni og skærustu stjörnu okkar allra. Hillary fórnaði sér og gjalt fyrir með lífinu, til þess að Ben Brown geti ekki skaðað aðra. Kannski fær hann þá athygli sem hann á skilið í fangelsi.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Sjá meira