Anton fer með besta tímann inn í úrslitin sem fara fram á morgun kl 17:31. Næstur á eftir honum varð Pólverjinn Jan Kalusowski á tímanum 2:10,35.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir mun einnig synda til úrslita í Belgrad en hún tryggði sér þátttöku fyrr í dag og sló um leið Íslandsmet í 200 metra skriðsundi.
Það má því sannarlega segja að það verði mikil hátíð meðal íslenskra sundáhugamanna þegar úrslit Evrópumeistaramótsins fara fram á morgun.