Körfubolti

Líst afar vel á Frið­rik Inga og fram­lengdi um tvö ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thelma Dís Ágústsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir voru í stórum hlutverkum í liði Keflavíkur á síðasta tímabili.
Thelma Dís Ágústsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir voru í stórum hlutverkum í liði Keflavíkur á síðasta tímabili. Vísir/Diego

Keflvíkingar fylgdu því eftir að ráða Friðrik Inga Rúnarsson sem þjálfara Íslandsmeistaraliðs síns með því að framlengja samninginn við einn af lykilmönnum liðsins.

Landsliðskonan Thelma Dís Ágústsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Keflavík.

Friðrik Ingi tekur við kvennaliði Keflavíkur af Sverri Þór Sverrissyni og fær það verkefni að verja þrjá titla.

Thelma Dís kom aftur heim fyrir síðasta tímabil eftir nám í bandaríska háskólanum Ball State University.

Keflavíkurliðið varð þrefaldur meistari á síðasta tímabili og í lokaúrslitunum jafnaði Thelma Dís meðal annars met móður sinnar Bjargar Hafsteinsdóttur með því að setja niður sex þriggja stiga körfur í einum leik.

Thelma Dís var alls með 10,5 stig, 3,9 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali í 37 leikjum á Íslandsmótinu en hún skoraði alls sextíu þriggja stiga körfur á leiktíðinni.

„Það eru spennandi tímar fram undan, nýr þjálfari sem mér líst afar vel og hlakka mikið til að vinna með honum. Umgjörðin hér í Keflavík er alltaf að vera betri, það sást í úrslitakeppninni og hér er einfaldlega gott að vera,“ sagði Thelma Dís í viðtali á miðlum Keflavíkur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×