Sport

Fyrsta titilvörn Kol­beins stað­fest

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Kristinsson er með stórt tækifæri í höndunum.
Kolbeinn Kristinsson er með stórt tækifæri í höndunum.

Íslenski hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson fær að mæta Finnanum Mika Mielonen eftir allt saman og um leið að reyna sig við fyrstu titilvörnina

Kolbeinn hélt út til Finnlands í lok maímánaðar í sinn fyrsta titilbardaga á ferlinum en bardaginn fór síðan fram 1. júní síðastliðinni. Kolbeinn sigraði þá Pavlo Krolenko en bardaginn var stöðvaður eftir fimm lotur þar sem Kolbeinn var búinn að pakka honum saman.

Krolenko steig inn í hringinn með stuttum fyrirvara eftir að upphaflegi andstæðingurinn hans Kolbeins, Mika Mielonen, veiktist og treysti sér ekki til að berjast.

Mielonen er nú búinn að ná sér af þessum veikindum og er klár í það að mæta Kolbeini.

Það er því búið að staðfesta dagsetninguna á fyrstu titilvörn Kolbeins.

Kolbeinn mun mæta Mika Mielonen í Finnlandi þann 27. Júlí næstkomandi. Eins og áður, er þetta bardaginn sem gæti fleytt Kolbeini upp í 80. Sæti yfir bestu þungavigtarmenn í heiminum í dag.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×