„Margoft verið haldið framhjá mér“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2024 10:30 Maríanna ræðir framhjáhöld og ástarlífið á hispurslausan hátt í Bítinu. Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. „Þetta er fíllinn í stofunni sem fólk á mjög erfitt með að tala um, sérstaklega við makann sinn,“ segir Maríanna sem ræddi málið í Bítinu. „Þú velur þér einhvern lífsförunaut og þá er krúsjal að þú byrjir á því að spyrja deitið eða þinn framtíðarmaka um gildin hans eða hennar og þú þarft að komast að því og spyrja erfiðu spurningarinnar strax: „Hvernig lítur þú á framhjáhöld?“ Ekkert að gera með þann sem haldið er framhjá Maríanna segist sjálf aldrei hafa haldið framhjá. Hinsvegar hafi hún margoft lent í því að hennar maki haldi framhjá henni. Hún veltir því fyrir sér hvort það segi eitthvað um hana? „Mynduð þið halda, ef þið horfið á mig í dag, mynduð þið halda: „Vá, hún er svona alveg ekta kona sem allir myndu halda framhjá?“ Mynduð þið hugsa bara: „Já hún er fullkomið fórnarlamb í það þessi kona,“ segir Maríanna sem bætir því við að það sé að sjálfsögðu ekki þannig. „Málið er að framhjáhöld hafa ekkert með konuna sem haldið er framhjá eða manninn sem haldið er framhjá að gera. Það hefur ekkert að gera með okkur sem höfum lent í því. Og ég held að umræðan þurfi einmitt svolítið að breytast með það. Þegar það var haldið framhjá mér var alltaf sagt: „Æ greyið þú,“ og ég alveg bara: „Æi já,“ og maður fór í einhvern fórnarlambsgír en þegar betur er að gáð þá er ég ekkert grey. Ég er bara kona sem valdi rangan maka.“ Mikilvægt að ræða mörkin Maríanna segir að fyrst þegar haldið hafi verið framhjá henni hafi hún hugsað að hún væri ömurleg. Hún væri ófríð, það væri ekkert gott að vera með henni, hún væri svona og hinsegin og segist Maríanna hafa farið í brjálæðislegt viðurbrot. Eftir sjálfsvinnu með fagaðila hafi hún áttað sig á því að það hafi ekkert verið að henni. „Að já, heyrðu það er ekkert að mér, það er hinn einstaklingurinn sem er brotinn með mölbrotna sjálfsmynd, lítið sjálfstraust og þarf að betla samþykki frá öðrum heldur en maka sínum. Auðvitað eru framhjáhöld allskonar. Framhjáhald getur gerst bara hérna í vinnunni. Framhjáhald gerist á samfélagsmiðlum. Framhjáhald getur verið mjög alvarlegt, þá ertu bara kominn í samband með annarri manneskju. Svo þarftu að taka samtali við maka þinn, hvað finnst þér vera eðlilegt?“ Maríanna segist þannig eiga vinkonu sem eigi mann sem raðlæki alltaf myndir af öðrum konum á samfélagsmiðlum. Hún hafi spurt hana hvað henni finndist um það og Maríanna segist hafa svarað því heiðarlega: Henni finnst það ekki smart. Þetta sé gott dæmi um það að það þurfi að taka samtalið sem fyrst, hvar mörkin liggja og hver gildin eru. Annaðhvort fyrirgefurðu eða ekki Þegar það hefur verið haldið framhjá þér, hefur þú getað fyrirgefið það eða hefur það alltaf bundið enda á sambandið? „Það hefur alltaf bundið enda á það. Ég er bara með prinsipp, gildi í lífinu, þú ferð bara ekki yfir þessa línu og með maka minn í dag, þetta var bara rætt mjög fljótlega. Ég sagði: „Ég er ekki manneskja sem færi að vilja deila þér með annarri konu, ég væri ekki tilbúinn til að fara inn á einhverja klúbba og stunda kynlíf með fullt af fólki. Ég myndi ekki vilja vera í opnu sambandi og þegar maður er bara skýr þá er ekkert sem kemur þér á óvart.“ Maríanna rifjar upp að hún hafi þekkt konu sem hafið haldið framhjá manninum sínum. Hann hafi fyrirgefið henni það en svo sagt við Maríönnu í glasi að hann gæti ekki fyrirgefið henni þetta. Hann langaði til þess að halda framhjá konunni sinni og hefna sín. „Hvernig haldið þið að þetta hjónaband hafi endað? Þú berð einhvern harm í brjósti þínu, annaðhvort fyrirgefurðu eða fyrirgefur ekki. Ég, þegar ég fór í gengum þetta, á tímabili var ég bara eitthvað: „Vá er ég bara komin með mastersgráðu í að það sé haldið framhjá mér?“ Margir loka augunum þegar orkan breytist í sambandinu Maríanna segist vita nákvæmlega hvernig málin byrji. Þegar orkan breytist í sambandinu. Makinn fari að vera fjarlægari, fari að fela símann sinn meira. Það gerist eitthvað í orkunni í sambandinu og segist Maríanna þetta vera þá stund sem hægt sé að vita að eitthvað sé í gangi. „Ég held það séu mjög margir sem loka augunum fyrir þessum augljósu rauðu flöggum. Þú finnur það í orkunni, makinn þinn fer að fjarlægast þig og þú veist þetta. Talaðu um þetta, ekki birgja þetta inni, ekki bera þennan þunga kross innra með þér, talaðu um þetta við fjölskylduna þína og ekki...í rauninni vera svo sjúklega meðvirkur makanum þínum sem er að meiða þig að þú ætlar að vernda hann frá sannleikanum.“ Maríanna segir hræðilegt að upplifa að haldið sé framhjá þér. Það sé of algengt að fólk þori ekki að ræða málin, íslenskt samfélag sé gjarnan sósað af meðvirkni. Mikilvægt sé að fólk líti inn á við. „Ég get alveg sagt það, þetta er hræðilegt að lenda í þessu. Svo þegar þetta kannski gerist aftur þá verður þetta minna vont. Svo gerist þetta kannski aftur hjá næsta kærasta þá er þetta enn minna vont. Svo allt í einu þarftu að skoða sjálfa þig, bíddu hvað er í gangi hérna? Er ég kannski bara að raðvelja mér maka eða kærasta sem eru langt frá því að vera mér samboðnir?“ Ástin og lífið Fjölskyldumál Bítið Bylgjan Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
„Þetta er fíllinn í stofunni sem fólk á mjög erfitt með að tala um, sérstaklega við makann sinn,“ segir Maríanna sem ræddi málið í Bítinu. „Þú velur þér einhvern lífsförunaut og þá er krúsjal að þú byrjir á því að spyrja deitið eða þinn framtíðarmaka um gildin hans eða hennar og þú þarft að komast að því og spyrja erfiðu spurningarinnar strax: „Hvernig lítur þú á framhjáhöld?“ Ekkert að gera með þann sem haldið er framhjá Maríanna segist sjálf aldrei hafa haldið framhjá. Hinsvegar hafi hún margoft lent í því að hennar maki haldi framhjá henni. Hún veltir því fyrir sér hvort það segi eitthvað um hana? „Mynduð þið halda, ef þið horfið á mig í dag, mynduð þið halda: „Vá, hún er svona alveg ekta kona sem allir myndu halda framhjá?“ Mynduð þið hugsa bara: „Já hún er fullkomið fórnarlamb í það þessi kona,“ segir Maríanna sem bætir því við að það sé að sjálfsögðu ekki þannig. „Málið er að framhjáhöld hafa ekkert með konuna sem haldið er framhjá eða manninn sem haldið er framhjá að gera. Það hefur ekkert að gera með okkur sem höfum lent í því. Og ég held að umræðan þurfi einmitt svolítið að breytast með það. Þegar það var haldið framhjá mér var alltaf sagt: „Æ greyið þú,“ og ég alveg bara: „Æi já,“ og maður fór í einhvern fórnarlambsgír en þegar betur er að gáð þá er ég ekkert grey. Ég er bara kona sem valdi rangan maka.“ Mikilvægt að ræða mörkin Maríanna segir að fyrst þegar haldið hafi verið framhjá henni hafi hún hugsað að hún væri ömurleg. Hún væri ófríð, það væri ekkert gott að vera með henni, hún væri svona og hinsegin og segist Maríanna hafa farið í brjálæðislegt viðurbrot. Eftir sjálfsvinnu með fagaðila hafi hún áttað sig á því að það hafi ekkert verið að henni. „Að já, heyrðu það er ekkert að mér, það er hinn einstaklingurinn sem er brotinn með mölbrotna sjálfsmynd, lítið sjálfstraust og þarf að betla samþykki frá öðrum heldur en maka sínum. Auðvitað eru framhjáhöld allskonar. Framhjáhald getur gerst bara hérna í vinnunni. Framhjáhald gerist á samfélagsmiðlum. Framhjáhald getur verið mjög alvarlegt, þá ertu bara kominn í samband með annarri manneskju. Svo þarftu að taka samtali við maka þinn, hvað finnst þér vera eðlilegt?“ Maríanna segist þannig eiga vinkonu sem eigi mann sem raðlæki alltaf myndir af öðrum konum á samfélagsmiðlum. Hún hafi spurt hana hvað henni finndist um það og Maríanna segist hafa svarað því heiðarlega: Henni finnst það ekki smart. Þetta sé gott dæmi um það að það þurfi að taka samtalið sem fyrst, hvar mörkin liggja og hver gildin eru. Annaðhvort fyrirgefurðu eða ekki Þegar það hefur verið haldið framhjá þér, hefur þú getað fyrirgefið það eða hefur það alltaf bundið enda á sambandið? „Það hefur alltaf bundið enda á það. Ég er bara með prinsipp, gildi í lífinu, þú ferð bara ekki yfir þessa línu og með maka minn í dag, þetta var bara rætt mjög fljótlega. Ég sagði: „Ég er ekki manneskja sem færi að vilja deila þér með annarri konu, ég væri ekki tilbúinn til að fara inn á einhverja klúbba og stunda kynlíf með fullt af fólki. Ég myndi ekki vilja vera í opnu sambandi og þegar maður er bara skýr þá er ekkert sem kemur þér á óvart.“ Maríanna rifjar upp að hún hafi þekkt konu sem hafið haldið framhjá manninum sínum. Hann hafi fyrirgefið henni það en svo sagt við Maríönnu í glasi að hann gæti ekki fyrirgefið henni þetta. Hann langaði til þess að halda framhjá konunni sinni og hefna sín. „Hvernig haldið þið að þetta hjónaband hafi endað? Þú berð einhvern harm í brjósti þínu, annaðhvort fyrirgefurðu eða fyrirgefur ekki. Ég, þegar ég fór í gengum þetta, á tímabili var ég bara eitthvað: „Vá er ég bara komin með mastersgráðu í að það sé haldið framhjá mér?“ Margir loka augunum þegar orkan breytist í sambandinu Maríanna segist vita nákvæmlega hvernig málin byrji. Þegar orkan breytist í sambandinu. Makinn fari að vera fjarlægari, fari að fela símann sinn meira. Það gerist eitthvað í orkunni í sambandinu og segist Maríanna þetta vera þá stund sem hægt sé að vita að eitthvað sé í gangi. „Ég held það séu mjög margir sem loka augunum fyrir þessum augljósu rauðu flöggum. Þú finnur það í orkunni, makinn þinn fer að fjarlægast þig og þú veist þetta. Talaðu um þetta, ekki birgja þetta inni, ekki bera þennan þunga kross innra með þér, talaðu um þetta við fjölskylduna þína og ekki...í rauninni vera svo sjúklega meðvirkur makanum þínum sem er að meiða þig að þú ætlar að vernda hann frá sannleikanum.“ Maríanna segir hræðilegt að upplifa að haldið sé framhjá þér. Það sé of algengt að fólk þori ekki að ræða málin, íslenskt samfélag sé gjarnan sósað af meðvirkni. Mikilvægt sé að fólk líti inn á við. „Ég get alveg sagt það, þetta er hræðilegt að lenda í þessu. Svo þegar þetta kannski gerist aftur þá verður þetta minna vont. Svo gerist þetta kannski aftur hjá næsta kærasta þá er þetta enn minna vont. Svo allt í einu þarftu að skoða sjálfa þig, bíddu hvað er í gangi hérna? Er ég kannski bara að raðvelja mér maka eða kærasta sem eru langt frá því að vera mér samboðnir?“
Ástin og lífið Fjölskyldumál Bítið Bylgjan Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira