Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks ber upp tillöguna en hann sakar ráðherrann um óvönduð vinnubrögð í hvalamálinu svokallaða. Fastlega er búist við að ráðherrann standist atlöguna en þetta er í þriðja sinn sem ráðherra þessarar ríkisstjórnar er borinn vantrausti. Þá hefur ríkisstjórnin í heild einnig staðist slíka tillögu.
Einnig fjöllum við um húsnæðismarkaðinn en það vekur athygli í nýrri skýrslu HMS að vísitala leiguverðs hefur hækkað töluvert meira en íbúðaverð og verðbólga á síðasta ári.
Þá verður rætt við Reykvíking ársins sem var tilkynntur í morgun við hátíðlega athöfn á bökkum Elliðaánna.
Í sportpakka dagsins eru það síðan þjálfaramálin hjá KR og frammistaða Íslendinganna á EM í sundi.