Neyddust til að farga tugum sendibíla og glæsijeppum Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2024 08:01 Einkum voru það sendibílar að tegundinni Proace sem lentu í pressunni. aðsend Rúmlega þrjátíu nýir Toyota-bílar; aðallega Proace sendibílar en einnig fáeinir af gerðinni Land Cruiser, hefur verið eða verður fargað. „Já, þetta eru 33 bílar. Þeim verður fargað og/eða byrjað er að farga þeim. Það er búið að farga um helmingi. Þá eru batteríin tekin úr þeim og þeir settir í pressu. Við sáum ekki fram á annað en að þetta væri það eina rétta. Þannig liggur í því,“ segir Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota. Lentu í maurasýru Að sögn Páls er aðallega um að ræða Toyota Proace-sendiferðabíla en einnig eru það nokkrir jeppar af Land Cruiser-tegund sem lentu í pressunni. Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota virðist ekki kippa sér mikið upp við þetta. En hvernig má þetta vera? „Bílarnir eru fluttir til landsins með sérstökum bílaflutningaskipum. Í þeim eru mörg þilför, fjögur eða sex og þangað er bílunum keyrt um borð og frá borði. Í þessari ferð var maurasýra sem lak niður á eitt af þilförunum. Það varð mengun af sýrunni sjálfri eða gufum sem frá henni og það smitaðist á 33 bíla til okkar,“ segir Páll. Þetta var í janúar á þessu ári en þetta uppgötvaðist svo þannig að þeir hjá Toyota fóru að fá inn bíla sem reyndust óeðlilega mikið ryðgaðir. „Þarna hafði eitthvað gerst og við eftirgrennslan kom í ljós að sýran hafði lekið þarna niður. Og bílarnir þar með ekki samkvæmt okkar gæðastöðlum,“ segir Páll. Gæðastálið öðlast framhaldslíf Þá var farið í að kalla bílana inn aftur og hefur það verk gengið vel. „Við fengum til baka 16 bíla og erum í þeim fasa að skipta þeim út. Ekki alveg öllum, við erum að bíða eftir því að sambærilegir bílar komi til landsins.“ Auk Proace lentu nokkrir Land Cruiserar í pressunni en þá má telja á fingrum annarrar handar. Þessum bílum verður öllum, vegna ryðs af völdum maurasýru, fargað. „Við höfum tekið bílana til skoðunar og farið yfir þetta allt vandlega. Þeir verða allir teknir úr umferð og pressaðir, fargað.“ Spurður hvort þetta sé ekki tilfinnanlegt tjón segist Páll nú reikna með því að gæðastálið í bílunum muni öðlast framhaldslíf. „Það var ekkert annað í stöðunni. Þessir bílar eiga að endast í ár og áratugi. Svona getur gerst.“ Bílar Skipaflutningar Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira
„Já, þetta eru 33 bílar. Þeim verður fargað og/eða byrjað er að farga þeim. Það er búið að farga um helmingi. Þá eru batteríin tekin úr þeim og þeir settir í pressu. Við sáum ekki fram á annað en að þetta væri það eina rétta. Þannig liggur í því,“ segir Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota. Lentu í maurasýru Að sögn Páls er aðallega um að ræða Toyota Proace-sendiferðabíla en einnig eru það nokkrir jeppar af Land Cruiser-tegund sem lentu í pressunni. Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota virðist ekki kippa sér mikið upp við þetta. En hvernig má þetta vera? „Bílarnir eru fluttir til landsins með sérstökum bílaflutningaskipum. Í þeim eru mörg þilför, fjögur eða sex og þangað er bílunum keyrt um borð og frá borði. Í þessari ferð var maurasýra sem lak niður á eitt af þilförunum. Það varð mengun af sýrunni sjálfri eða gufum sem frá henni og það smitaðist á 33 bíla til okkar,“ segir Páll. Þetta var í janúar á þessu ári en þetta uppgötvaðist svo þannig að þeir hjá Toyota fóru að fá inn bíla sem reyndust óeðlilega mikið ryðgaðir. „Þarna hafði eitthvað gerst og við eftirgrennslan kom í ljós að sýran hafði lekið þarna niður. Og bílarnir þar með ekki samkvæmt okkar gæðastöðlum,“ segir Páll. Gæðastálið öðlast framhaldslíf Þá var farið í að kalla bílana inn aftur og hefur það verk gengið vel. „Við fengum til baka 16 bíla og erum í þeim fasa að skipta þeim út. Ekki alveg öllum, við erum að bíða eftir því að sambærilegir bílar komi til landsins.“ Auk Proace lentu nokkrir Land Cruiserar í pressunni en þá má telja á fingrum annarrar handar. Þessum bílum verður öllum, vegna ryðs af völdum maurasýru, fargað. „Við höfum tekið bílana til skoðunar og farið yfir þetta allt vandlega. Þeir verða allir teknir úr umferð og pressaðir, fargað.“ Spurður hvort þetta sé ekki tilfinnanlegt tjón segist Páll nú reikna með því að gæðastálið í bílunum muni öðlast framhaldslíf. „Það var ekkert annað í stöðunni. Þessir bílar eiga að endast í ár og áratugi. Svona getur gerst.“
Bílar Skipaflutningar Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira