„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá” Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2024 17:22 Bjarkey er hvorki sátt við hjásetu Jóns né það sem hann sagði þegar hann gerði grein fyrir henni. Vísir/Arnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og þingkona Vinstri grænna er ekki sátt við Jón Gunnarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins og hjásetu hans í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur henni sem greitt var atkvæði um á þingi í dag. „Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá og verja mig ekki vantrausti. Ég varði hann vantrausti fyrir ekki svo mörgum árum. Án þess að vera endilega sátt við allar hans embættisfærslur þannig ég hefði talið það að hann hefði átt að gera það burtséð frá skoðunum sínum í þessu máli.“ Tillagan var felld með miklu meirihluta. Tillagan var lögð fram af þingflokki Miðflokks en meirihluti þingmanna stjórnarandstöðunnar studdi tillögunna. Jón gerði grein fyrir hjásetu sinni á þingi í dag og var nokkuð óvæginn í garð ráðherra Vinstri grænna. „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Jón á þingi dag. Hann sagði það þó ábyrgðarhluta að rjúfa ríkisstjórn og að hann treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hann ætlaði því ekki að greiða atkvæði. Óviðeigandi ummæli Bjarkey segir skoðanir Jóns liggja fyrir og það sé alltaf uppi á borði. Það sé ekki óeðlilegt að í þverpólitísku samstarfi þurfi að gera málamiðlanir. „En hann var mjög óvæginn í sinni atkvæðaskýringu áðan og ég er mjög ósátt við þessi ummæli sem hann lét þar falla. Mér finnst þau mjög óviðeigandi,“ segir Bjarkey. Hún segist ekki hafa rætt við Jón eftir atkvæðagreiðsluna og að hún ætli ekki að gera það. „Ég hef ekkert lagt mig sérstaklega eftir því. Ég hef ekkert við hann að ræða um þessi mál. Hann hefur sagt sína skoðun og veit mína. Þannig við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar. Hann hefur sterkar skoðanir á þessu máli. Ég átti alveg von á því að hann gerði grein fyrir atkvæði en átti ekki endilega von á því að hann myndi ekki styðja mig.“ Ágætis stemning í ríkisstjórn Bjarkey telur ekki að það verði nokkrir eftirmálar af þessu máli. „Það er ágætis stemning við ríkisstjórnarborðið. Svo því sé nú haldið til haga. Þó að það séu einhverjir einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ósáttir við eitt og annað þá er það nú samt þannig að ríkisstjórnin vinnur ágætlega saman,“ segir Bjarkey og þau vinni hart að því að klára sín mál. „Ég trúi því að þetta fari að leysast,“ segir Bjarkey og að það sé þeirra markmið að ljúka þingi í þessari viku. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Sjá meira
„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá og verja mig ekki vantrausti. Ég varði hann vantrausti fyrir ekki svo mörgum árum. Án þess að vera endilega sátt við allar hans embættisfærslur þannig ég hefði talið það að hann hefði átt að gera það burtséð frá skoðunum sínum í þessu máli.“ Tillagan var felld með miklu meirihluta. Tillagan var lögð fram af þingflokki Miðflokks en meirihluti þingmanna stjórnarandstöðunnar studdi tillögunna. Jón gerði grein fyrir hjásetu sinni á þingi í dag og var nokkuð óvæginn í garð ráðherra Vinstri grænna. „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Jón á þingi dag. Hann sagði það þó ábyrgðarhluta að rjúfa ríkisstjórn og að hann treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hann ætlaði því ekki að greiða atkvæði. Óviðeigandi ummæli Bjarkey segir skoðanir Jóns liggja fyrir og það sé alltaf uppi á borði. Það sé ekki óeðlilegt að í þverpólitísku samstarfi þurfi að gera málamiðlanir. „En hann var mjög óvæginn í sinni atkvæðaskýringu áðan og ég er mjög ósátt við þessi ummæli sem hann lét þar falla. Mér finnst þau mjög óviðeigandi,“ segir Bjarkey. Hún segist ekki hafa rætt við Jón eftir atkvæðagreiðsluna og að hún ætli ekki að gera það. „Ég hef ekkert lagt mig sérstaklega eftir því. Ég hef ekkert við hann að ræða um þessi mál. Hann hefur sagt sína skoðun og veit mína. Þannig við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar. Hann hefur sterkar skoðanir á þessu máli. Ég átti alveg von á því að hann gerði grein fyrir atkvæði en átti ekki endilega von á því að hann myndi ekki styðja mig.“ Ágætis stemning í ríkisstjórn Bjarkey telur ekki að það verði nokkrir eftirmálar af þessu máli. „Það er ágætis stemning við ríkisstjórnarborðið. Svo því sé nú haldið til haga. Þó að það séu einhverjir einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ósáttir við eitt og annað þá er það nú samt þannig að ríkisstjórnin vinnur ágætlega saman,“ segir Bjarkey og þau vinni hart að því að klára sín mál. „Ég trúi því að þetta fari að leysast,“ segir Bjarkey og að það sé þeirra markmið að ljúka þingi í þessari viku.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Sjá meira