Sport

Snæ­fríður fjórða á EM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sbæfríður Sól hafnaði í fjórða sæti á EM.
Sbæfríður Sól hafnaði í fjórða sæti á EM. Sundsamband Íslands

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Evrópumótinu í sundi í dag.

Snæfríður kom fjórða í mark á tímanum 1:57,85, rúmum tveimur sekúndum á eftir Tékkanum Barbora Seemanova sem vann gullið á tímanum 1:55,37.

Ungverjinn Minna Abraham hafnaði í öðru sæti og Þjóðverjinn Nicole Maier varð þriðja.

Snæfríður átti þriðja besta tímann af þeim sem syntu úrslitasundið og synti 0,02 sekúndum hraðar en í undanrásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×