Nik: Þær voru fastar fyrir eins og sást þegar Agla María meiddist Andri Már Eggertsson skrifar 20. júní 2024 21:28 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Breiðablik tapaði 2-1 á útivelli gegn Víkingi í 9. umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var fyrsta tap Breiðabliks á tímabilinu og Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var svekktur eftir leik. „Víkingur kom út og þær voru fastar fyrir sem sást þegar Agla María [Albertsdóttir] meiddist. Víkingur gerði vel í fyrri hálfleik og það tók okkur tíma að finna leiðir eftir að Agla María datt út,“ sagði Nik í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Í seinni hálfleik spiluðum við vel og reyndum að bjarga stiginu. Við héldum áfram alveg til enda og miðað við færin sem við fengum hefðum við átt skilið að fá stig.“ Breiðablik var marki undir í hálfleik. Aðspurður hvort Víkingur hefði átt skilið að vera yfir í hálfleik var Nik ekki viss. „Fyrri hálfleikur var sérstakur. Víkingur komst í betri svæði en við byrjuðum betur. Miðað við orkuna er líklega hægt að segja að þær áttu skilið að vera yfir í hálfleik.“ Agla María Albertsdóttir fór út af vegna meiðsla í fyrri hálfleik og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fór út af vegna meiðsla í seinni hálfleik. Ásamt því var Andrea Rut Bjarnadóttir frá vegna meiðsla en Nik sagði að þetta væri allt hluti af leiknum. „Þetta er hluti af þessu. En það tók okkur tíma að komast inni í leikinn eftir að Agla María datt út og það var mögulega ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum.“ Nik hrósaði Víkingi fyrir öflugan leik og vonaðist til þess að þessi úrslit myndu vekja hans lið. „Ég ætla ekki að taka neitt af Víkingi sem var með gott leikplan og útfærði það vel. Við verðum að læra af þessu í framhaldinu,“ sagði NIk að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
„Víkingur kom út og þær voru fastar fyrir sem sást þegar Agla María [Albertsdóttir] meiddist. Víkingur gerði vel í fyrri hálfleik og það tók okkur tíma að finna leiðir eftir að Agla María datt út,“ sagði Nik í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Í seinni hálfleik spiluðum við vel og reyndum að bjarga stiginu. Við héldum áfram alveg til enda og miðað við færin sem við fengum hefðum við átt skilið að fá stig.“ Breiðablik var marki undir í hálfleik. Aðspurður hvort Víkingur hefði átt skilið að vera yfir í hálfleik var Nik ekki viss. „Fyrri hálfleikur var sérstakur. Víkingur komst í betri svæði en við byrjuðum betur. Miðað við orkuna er líklega hægt að segja að þær áttu skilið að vera yfir í hálfleik.“ Agla María Albertsdóttir fór út af vegna meiðsla í fyrri hálfleik og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fór út af vegna meiðsla í seinni hálfleik. Ásamt því var Andrea Rut Bjarnadóttir frá vegna meiðsla en Nik sagði að þetta væri allt hluti af leiknum. „Þetta er hluti af þessu. En það tók okkur tíma að komast inni í leikinn eftir að Agla María datt út og það var mögulega ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum.“ Nik hrósaði Víkingi fyrir öflugan leik og vonaðist til þess að þessi úrslit myndu vekja hans lið. „Ég ætla ekki að taka neitt af Víkingi sem var með gott leikplan og útfærði það vel. Við verðum að læra af þessu í framhaldinu,“ sagði NIk að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira