María Björk tekur við af Orra Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 09:37 María Björk leysir Orra af hólmi. Vísir Orri Hauksson, forstjóri Símans, mun láta af störfum í lok sumars eftir langt starf hjá félaginu. Við starfinu tekur María Björk Einarsdóttir, sem nú starfar sem fjármálastjóri Eimskips. Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að um sé að ræða stór tímamót. Orri hafi starfað sem forstjóri Símans í meira en áratug við góðan orðstír. Síminn hefur tekið stakkaskiptum á tímabilinu, bæði hvað varðar grunnrekstur þar sem staða Símans er sterk í fjarskiptum og afþreyingu, en ekki síður þegar kemur að endurskipulagningu samstæðunnar, svo sem með sölu á Mílu og Sensa og kaupum á Billboard og Noona. Á sama tíma hafi félagið skilað stöðugt bættri afkomu ásamt því að ávöxtun hlutafjár hefur verið góð. „Eftir að hafa starfað lengi hjá þessu frábæra félagi, Símanum, er heilbrigt fyrir félagið og sjálfan mig að nýr kafli hefjist. Síminn hefur tekið grundvallarbreytingum undanfarin ár og þróunin mun halda áfram. Félagið á tækifæri á fjölmörgum sviðum, svo sem í kjarnastarfsemi félagsins í fjarskiptum og sjónvarpi, en ekki síður í fjártækni, nýmiðlun auglýsinga og stafrænni þjónustu. Það er ekki einfalt að kveðja góða vini hér innanhúss en nú er góður tími fyrir nýjan forstjóra að taka við keflinu. Ég óska Maríu Björk velfarnaðar í að leiða þann öfluga hóp sem fyrir er til að ná árangri í því síkvika samkeppnisumhverfi sem Síminn starfar“, er haft eftir Orra, fráfaranda forstjóra Símans. Full tilhlökkunar Haft er eftir Maríu Björk að Síminn sé vel rekið og framsækið fyrirtæki sem hafi verið leiðandi á sínum kjarnamörkuðum, bæði þegar kemur að þjónustustigi og vöruþróun. „Ég er þakklát fyrir tækifærið til að leiða félagið í gegnum næsta kafla, eftir vel heppnaða umbreytingu síðustu ár. Verkefnin framundan snúast ekki síst um að byggja ofan á þann trausta grunn sem þar var lagður, nýta sterka innviði og þá miklu reynslu og þekkingu sem mannauður félagsins býr yfir til þess að breikka og þróa þjónustuframboðið og styrkja þannig tekjugrunn félagsins enn frekar. Ég er full tilhlökkunar að slást í hópinn með því öfluga teymi sem starfar hjá Símanum.“ Næsta umbreyting þegar hafin Þá er haft eftir Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Símans, að hann þakki Orra fyrir hans framlag til Símans undanfarinn áratug. Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans. „Það er óhætt að segja að á tímabilinu hafi starfsemi Símans tekið miklum breytingum. Við Orri höfum átt í góðu samstarfi undanfarin fimm ár og hefur Símasamstæðunni verið umbylt á þeim árum en salan á Mílu ber þar hæst. Á sama tíma býð ég Maríu Björk velkomna til starfa en hún hefur vakið eftirtekt í þeim störfum sem hún hefur sinnt hingað til. Standa væntingar okkar til þess að María leiði Símann í gegnum næstu umbreytingu sem hefur nú þegar hafist með kaupum á Billboard og tengdum félögum í upphafi árs ásamt nýtilkynntum kaupum á Noona“ Síminn Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að um sé að ræða stór tímamót. Orri hafi starfað sem forstjóri Símans í meira en áratug við góðan orðstír. Síminn hefur tekið stakkaskiptum á tímabilinu, bæði hvað varðar grunnrekstur þar sem staða Símans er sterk í fjarskiptum og afþreyingu, en ekki síður þegar kemur að endurskipulagningu samstæðunnar, svo sem með sölu á Mílu og Sensa og kaupum á Billboard og Noona. Á sama tíma hafi félagið skilað stöðugt bættri afkomu ásamt því að ávöxtun hlutafjár hefur verið góð. „Eftir að hafa starfað lengi hjá þessu frábæra félagi, Símanum, er heilbrigt fyrir félagið og sjálfan mig að nýr kafli hefjist. Síminn hefur tekið grundvallarbreytingum undanfarin ár og þróunin mun halda áfram. Félagið á tækifæri á fjölmörgum sviðum, svo sem í kjarnastarfsemi félagsins í fjarskiptum og sjónvarpi, en ekki síður í fjártækni, nýmiðlun auglýsinga og stafrænni þjónustu. Það er ekki einfalt að kveðja góða vini hér innanhúss en nú er góður tími fyrir nýjan forstjóra að taka við keflinu. Ég óska Maríu Björk velfarnaðar í að leiða þann öfluga hóp sem fyrir er til að ná árangri í því síkvika samkeppnisumhverfi sem Síminn starfar“, er haft eftir Orra, fráfaranda forstjóra Símans. Full tilhlökkunar Haft er eftir Maríu Björk að Síminn sé vel rekið og framsækið fyrirtæki sem hafi verið leiðandi á sínum kjarnamörkuðum, bæði þegar kemur að þjónustustigi og vöruþróun. „Ég er þakklát fyrir tækifærið til að leiða félagið í gegnum næsta kafla, eftir vel heppnaða umbreytingu síðustu ár. Verkefnin framundan snúast ekki síst um að byggja ofan á þann trausta grunn sem þar var lagður, nýta sterka innviði og þá miklu reynslu og þekkingu sem mannauður félagsins býr yfir til þess að breikka og þróa þjónustuframboðið og styrkja þannig tekjugrunn félagsins enn frekar. Ég er full tilhlökkunar að slást í hópinn með því öfluga teymi sem starfar hjá Símanum.“ Næsta umbreyting þegar hafin Þá er haft eftir Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Símans, að hann þakki Orra fyrir hans framlag til Símans undanfarinn áratug. Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans. „Það er óhætt að segja að á tímabilinu hafi starfsemi Símans tekið miklum breytingum. Við Orri höfum átt í góðu samstarfi undanfarin fimm ár og hefur Símasamstæðunni verið umbylt á þeim árum en salan á Mílu ber þar hæst. Á sama tíma býð ég Maríu Björk velkomna til starfa en hún hefur vakið eftirtekt í þeim störfum sem hún hefur sinnt hingað til. Standa væntingar okkar til þess að María leiði Símann í gegnum næstu umbreytingu sem hefur nú þegar hafist með kaupum á Billboard og tengdum félögum í upphafi árs ásamt nýtilkynntum kaupum á Noona“
Síminn Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira