Lífið

Dana­drottning klæddi af sér kuldann með ís­lenskri hönnun

Máni Snær Þorláksson skrifar
María Danadrottning klæddist 66°Norður þegar hún var á Grænlandi.
María Danadrottning klæddist 66°Norður þegar hún var á Grænlandi. INSTAGRAM

Dönsku konungshjónin sendu í dag kveðju á grænlensku þjóðina í tilefni þjóðhátíðardags Grænlands sem haldinn er hátíðlegur í dag. Með kveðjunni fylgdu myndir af konungshjónunum sem teknar voru á Grænlandi. Þar klæddist María Danadrottning íslenskri hönnun.

„Við eigum bæði ógleymanlegar minningar frá Grænlandi og við hlökkum til að heimsækja þetta fallega land og hitta gestrisna fólkið eftir viku,“ segja konungshjónin í færslu sem birt er á opinberum reikningi þeirra á samfélagsmiðlinum Instagram.

Í færslunni eru myndir af Friðriki tíunda Danakonungi og Maríu Danadrottningu sem teknar voru í ferð þeirra til Grænlands á sínum tíma. Þau eru vel klædd enda virðist vera nokkuð kalt þegar myndirnar voru teknar. 

María greip í íslenska hönnun til að halda á sér hita og varð 66° Norður úlpa og húfa frá sama merki fyrir valinu. Um er að ræða úlpuna Vatnajökul og húfuna Kalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×